Enski boltinn

Mancini bað stuðningsmenn City afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini svekkir sig í gær.
Roberto Mancini svekkir sig í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var auðmjúkur eftir að lið hans datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi. City lenti 2-0 undir (3-0 samanlagt) í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni og var nærri því búið að tryggja sig áfram í blálokin.

„Ég er mjög vonsvikinn því ég hef hugsanlega gert mistök í þessum leik. Ég bið alla stuðningsmenn City afsökunar," sagði Roberto Mancini eftir leikinn.

„Leikmennirnir gerðu allt sem þeir gátu og börðust fyrir þessu allan tímann. Þegar stjóri undirbýr sig ekki nægilega vel fyrir leik þá gerast svona hlutir. Þegar ég tapa leik þá hugsa sé alltaf af hverju ég tapaði og hvaða mistök ég gerði," sagði Mancini hreinskilinn.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög skrítinn. Við gáfum þeim alltof mikið pláss fyrir skyndisóknir sínar og spiluðum ekki saman sem lið. Við bjuggumst alltaf við skyndisóknum en stóðum okkur ekki vel gegn þeim í fyrri hálfleiknum. Við gátum síðan skorað fjórða markið eftir að við komust í 3-2," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×