Fleiri fréttir

Frábær stemning á Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður. Veður var gott og var metþátttaka í öllum sex vegalengdunum. Rúmlega tólf þúsund tóku þátt.

Meira sjálfstraust hjá Hamilton

Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull.

Góð kvöldveiði í Kleifarvatni

Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða.

Manchester United áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Tottenham

Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu.

Button elskar að keyra á Spa brautinni

Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst.

Umfjöllun: Framarar á flugi í Laugardalnum - Lennon með þrennu

Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum.

Umfjöllun: Steindautt í Grindavík

Grindvíkingar og Víkingar gerðu steindautt markalaust jafntefli í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld. Það var því ekkert mark skorað í báðum innbyrðisleikjum liðanna í sumar því liðin gerðu líka markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Víkinni.

Umfjöllun: Jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum

KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en gestirnir mættu grimmir til leiks í þeim síðari og náðu að jafna metin. Guðjón Baldvinsson gerði mark KR-inga í leiknum og Ellert Hreinsson skoraði mark gestanna.

20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher

Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan.

Neville: Andrúmsloftið neikvætt

Phil Neville, fyrirliði Everton, segir að frammistaða liðsins gegn QPR um helgina hafi verið léleg og að stemningin hjá félaginu sé heldur neikvæð.

Carragher ánægður með breiddina

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, er ánægður með að liðið skuli vera komið með eins mikla breidd í leikmmannahópinn og sýndi sig í leiknum gegn Arsenal um helgina.

Socrates lagður inn á sjúkrahús

Brasilíumaðurinn Socrates hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna innvortis blæðinga. Hann er 57 ára gamall og er einn frægasti leikmaður brasilíska landsliðsins undanfarna áratugi.

Aquilani á leið til AC Milan

Umboðsmaður Alberto Aquilani segir að allar líkur séu á að leikmaðurinn sé á leið til AC Milan og að frá því verði gengi í vikunni.

Wenger dæmdur í tveggja leikja bann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að brjóta reglur þegar hann tók út leikbann í leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Vegna virkjunarmála í Þjórsá

Nú þegar það er komið á borðið að það standi til að virkja neðri hluta Þjórsár hafa viðbrögð manna verið blendin. Það er þó eitt sem vekur upp furðu, og það er að Landsvirkjun hefur sagt að allt verði gert til að tryggja eins lítinn skaða hjá laxastofni Þjórsár með því að gera stiga fyrir niðurgöngulax og einhver lausn er víst rædd sem á að forða seiðunum frá túrbínunum.

Mancini vill fá Nasri fyrir miðvikudaginn

Roberto Mancini vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum á Samir Nasri frá Arsenal fyrir leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.

Modric ekki með gegn United

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Luka Modric muni ekki spila með liðinu gegn Manchester United í kvöld.

Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum

Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum.

Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn

Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til.

Gæsaveiðin fer rólega af stað

Við höfum haft spurnir af nokkrum hópum gæsaveiðimanna sem fóru til veiða þann 20. ágúst þegar gæsaveiðin hófst. Flestir þeirra voru á Heiðagæs og voru menn að koma sér fyrir á morgun- og náttflugsstöðum um vestanvert hálendið.

Bikardrottningin í Valsliðinu

Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu

Þórarinn Ingi: Hann er klókur kallinn

Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í 2-1 sigri á Keflavík á Hásteinsvellinum í gær. Þórarinn skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig.

Haukur Helgi hjálpar liðinu á mörgum stöðum

Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza.

Leikur í Mexíkó stöðvaður vegna skotárásar

Stöðva þurfti viðureign Santos Laguna og Monarcas Morlia í efstu deildinni í Mexíkó á laugardag vegna skotárásar utan við leikvanginn. Komið var fram á 40. mínútu og leikurinn enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði og leikmenn forðuðu sér eins hratt og þeir gátu af vellinum.

Leonardo: Berbatov ekki til sölu

Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United.

Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni

GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik.

Steve Mullings gæti fengið ævilangt bann

Spretthlauparinn frá Jamaíku, Steve Mullings, á yfir höfði sér ævilangt bann frá frjálsum íþróttum eftir að ólögleg lyf fundust í blóði hans eftir lyfjapróf.

Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke

Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.

Bale: Látum skotin dynja á De Gea

Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni.

Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum.

Willum Þór: Gleymdum okkur í dekkun í eitt skipti

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Keflvíkingar stjórnuðum leiknum nær allan fyrri hálfleikinn og byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteinsvellinum.

Hreinn: Eigum að þekkja stöðuna tíu á móti ellefu

„Þetta er virkilega svekkjandi, við héldum í 83 mínútur en síðan fór leikurinn,“ sagði Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs, en hann stýrði liðinu í kvöld þar sem Páll Viðar Gíslason var staddur erlendis.

Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda.

Sjá næstu 50 fréttir