Fleiri fréttir

Van Bommel til AC Milan

Hollendingurinn Mark van Bommel hefur gengið til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Milan en þangað kemur hann á frjálsri sölu frá Bayern München.

Var á leiðinni í skólann

Johan Jakobsson hefur verið kallaður í sænska landsliðshópinn í stað Kim Andersson sem er frá vegna meiðsla.

Djokovic og Federer mætast í undanúrslitum

Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla.

Carlén líka meiddur

Sænska landsliðið á í nokkrum meiðslavandræðum en nú liggur ljóst fyrir að Oscar Carlén muni ekki spila með liðinu gegn Dönum í kvöld.

Van Nistelrooy í fýlu út í Hamburg

Ruud van Nistelrooy hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Hamburg eftir að félagið neitaði honum um að fara á láni til spænska liðsins Real Madrid.

Hermann orðaður við Rangers

Hermann Hreiðarsson er í enskum fjölmiðlum í dag orðaður við skoska úrvalsdeildarfélagið Rangers.

Eiður: Ég vil fara til Ajax

Haft er eftir Eiði Smára Guðjohnsen í hollenskum fjölmiðlum í dag að hann vilji fara frá Stoke City og ganga til liðs við Ajax í Hollandi.

Babel fór til Hoffenheim

Ryan Babel gekk í gærkvöldi til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Hoffenheim þrátt fyrir að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi sagt annað í gær.

Við höldum með Spáni í dag

Í dag fer fram lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta og mun þá ráðast hvaða sæti Ísland mun spila um í keppninni.

Í beinni: Ísland - Frakkland

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Frakklands á HM í handbolta.

Í beinni: Spánn - Ungverjaland

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Spánar og Ungverjalands á HM í handbolta.

Möguleikar íslenska landsliðsins á morgun

Íslenska landsliðið stendur í ströngu á HM í handbolta á morgun þegar lokaumferð í milliriðlum fer fram. Ísland er enn í baráttu um að ná einu af sjö efstu sætunum, sem skila sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Liðið er í þriðja sæti í milliriðlinum fyrir leiki dagsins en mætir heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka klukkan 19.45 annað kvöld.

Varnartilþrif hjá Guðmundi þjálfara og nýtt lag frá Bubba

Íslendingar töpuðu gegn Spánverjum í milliriðli 1 á HM í handbolta og slakur fyrri hálfleikur varð Íslendingum að falli í 32-34 tapi. Íslenska liðið sýndi gamla takta í síðari hálfleik og Guðmundur Guðmundsson þjálfari liðsins sýndi gamla varnartakta á hliðarlínunni þar sem spænskur leikmaður hljóp á þjálfarann.

Guðjón: Vorum teknir í kennslustund

Guðjón Valur Sigurðsson segir að íslenska liðið verði að rífa sig upp því það sé enn verið að spila um sæti í undankeppni ÓL hér á HM.

Terry: United þarf vissulega að fara að hafa áhygjur af okkur

John Terry, fyrirliði Chelsea, var kátur í viðtali við BBC eftir 4-0 stórsigur á Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea er aftur að ná sínum fyrri styrk og er líklegt til að fara að blanda sér í baráttuna um enska meistaratitilinn.

Strákarnir unnu sigur á Grikkjum í Futsal

Íslenska futsal-landsliðið er greinilega búið að finna taktinn því liðið fylgdi eftir 6-1 sigri á Armenum með því að vinna 5-4 sigur á Grikkjum í lokaleik riðils síns í forkeppni Evrópumótsins sem fram fór á Ásvöllum í kvöld.

Sundsvall hefndi með stórsigri á Norrköping

Sundsvall Dragons vann 39 stiga sigur á Norrköping Dolphins, 96-57, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og hefndu fyrir eins stigs tap í Norrköping í síðustu viku.

Ísland - Spánn, myndasyrpa

Íslendingar náðu sér ekki á strik gegn Spánverjum í dag á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð í kvöld í 32-24 tapleik. Það er ljóst að Ísland leikur ekki til verðlauna á mótinu en framhaldið ræðst á morgun eftir leikinn gegn Frökkum. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is er í Svíþjóð og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók í kvöld.

Hrafnhildur: Fundu lausn á vörninni okkar

„Ég held að vandamálið sé núna að við erum að spila á móti sterkari liðum sem hafa fundið glufur á okkar varnarleik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta.

Carlos Tevez ekki valinn í argrentínska landsliðið

Carlos Tevez, framherji Manchester City, er einn af mörgum fastamönnum argentínska landsliðsins sem voru ekki valdir fyrir komandi vináttulandsleik á móti Portúgal. Lionel Messi er að sjálfsögðu í hópnum.

Ungverjar unnu Þjóðverja með tveimur mörkum

Ungverjar komu sterkir til baka eftir þrettán marka tap á móti Frökkum á laugardaginn og unnu óvæntan 27-25 sigur á Þjóðverjum í okkar milliriðli á HM í handbolta í dag. Ungverjar eru því með fjögur stig og Ísland en Ísland er enn í þriðja sætinu á betri árangri úr innbyrðisleikjum á móti Ungverjum.

Snorri: Erum langt frá okkar besta

Snorri Steinn Guðjónsson segir að leikmenn íslenska liðsins verði að rífa sig upp þó það gangi illa þessa dagana.

Aron: Þetta var hræðilegt

Aron Pálmarsson var ekki upplitsdjarfur eftir Spánverjaleikinn frekar en félagar hans í íslenska landsliðinu.

Vignir: Eins og menn væru á hælunum í 30 mínútur

Vignir Svavarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir átta marka tap fyrir Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Vignir var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Iker Romero: Við spiluðum fullkomlega í vörn og sókn

Iker Romero leikmaður Spánverja var gríðarlega ánægður eftir 32-24 sigur Spánverja á Íslendingum í dag. Spánverjar leiddu með tíu mörkum í hálfleik og þó svo að Íslendingar hafi náð að minnka muninn í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu.

Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld

KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins.

Aron: Við spiluðum eins og aular í fyrri hálfleik

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í tapleiknum á móti Spáni í milliriðli á HM í handbolta í dag. Íslenska liðið tapaði með átta marka mun eftir að hafa verið tíu mörkum undir í hálfleik. Aron var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Dalglish: Babel fer hvergi

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Hollendingurinn Ryan Babel verði áfram í herbúðum félagsins.

Ba kominn til West Ham

Demba Ba hefur loksins fengið lausn sinna mála en gengið hefur verið frá því að hann verði lánaður til West Ham til loka tímabilsins frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim.

Sjá næstu 50 fréttir