Handbolti

Alexander er íslenska leynivopnið að mati sérfræðinga TV4

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Alexander Petersson er íslenska leynivopnið að mati sérfræðinga TV4 í Svíþjóð.
Alexander Petersson er íslenska leynivopnið að mati sérfræðinga TV4 í Svíþjóð. Mynd/Valli
Alexander Petersson er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst á lista yfir þá bestu á HM samkvæmt úttekt handboltasérfræðinga sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4.

Það eru Claes Hellgren, Stefan Lövgren og Tomas Axnér sem völdu leikmennina. „Alexander er leynivopn Íslendinga, hann getur skorað úr horni og fyrir utan, hann er á meðal þeirra efstu yfir skoruð mörk og stoðsendingar. Hann er alltaf inná og er eins og vél," segir í umfjöllun handboltasérfræðinga TV4 um Alexander.

Bestu skytturnar/leikstjórnendur

1. Nikola Karabatic, Frakkland

2. Mikkel Hansen, Danmörk

3. Ivano Balic, Króatía

4. Alexander Petersson, Ísland

5.Marko Vujin, Serbía

Bestu markverðirnir:

1. Thierry Omeyer, Frakkland

2. Johan Sjöstran, Svíþjóð

3. Johannes Bitter, Þýskaland

4. Arpad Sterbik, Spánn

5. Niklas Landin, Danmörk

Bestu línu/hornamennirnir:

1. Bjarte Myrhol, Noregur

2. Julian Aquinagalde, Spánn

3. Hans Lindberg, Danmörk

4. Jonas Källman, Svíþjóð

5. Lars Christiansen, Danmörk

Það er reyndar ein íslensk tenging til viðbótar í þessari úttekt, en danski hornamaðurinn Hans Lindberg, er í 3. sæti yfir bestu horna/ eða línumenn mótsins. Foreldar Hans Lindberg eru sem kunnugt er báðir íslenskir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×