Hrafnhildur: Fundu lausn á vörninni okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2011 19:57 Snorri Steinn og Róbert í leiknum í dag. Mynd/Valli „Ég held að vandamálið sé núna að við erum að spila á móti sterkari liðum sem hafa fundið glufur á okkar varnarleik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta. Ísland tapaði í dag fyrir Spáni, 32-24, á HM í handbolta og þar með sínum öðrum leik í röð. Strákarnir okkar töpuðu einnig fyrir Þýskalandi á laugardaginn. „Þessi lið eru einfaldlega búin að stúdera okkur og hafa fundið lausn á þessari sterku vörn okkar,“ sagði Hrafnhildur. „Þegar maður skoðar þetta nánar þá þurfa þeir Diddi og Sverre að dekka svakalega mikið pláss með svona framsækna tvista við hliðina á sér.“ „Svo þegar við mætum liðum sem eru með sterka línumenn sem liggja fyrir aftan tvistana okkar þá skapast mjög mikið svæði.“ Hún bendir á að þegar varnarleikurinn sé ekki í lagi, þá fái íslenska liðið ekki hraðaupphlaupin sín og það sé því dýrkeypt. „Við fengum eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og það má bara ekki gerast. Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik og það hafði gríðarlega mikla þýðingu að hafa ekki fengið þessi auðveldu mörk með okkur.“ Ísland var tíu mörkum undir í hálfleik, 20-10, en náði að minnka muninn í fimm mörk þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. „Mér fannst vendipunkturinn í leiknum koma þegar að við áttum möguleika á því að minnka muninn í fjögur mörk og Sverre fékk dæmda á sig línu.“ „Við fengum hraðaupphlaup á okkur og þeir fiskuðu víti og fáránlegar tvær mínútur á okkur. Við máttum ekki við því. Bjöggi tók að vísu vítið en þetta var rothögg engu að síður.“ „Það mátti bara ekkert klikka á þessum tímapunkti.“ Hún segir að það sé einnig áhyggjuefni hversu illa gekk að spila sóknarleikinn í dag. „Það eru bara ekki nógu margir leikmenn að ná sér á strik í sókninni - það verður bara að segjast.“ „Spánverjarnir fóru í framliggjandi vörn á móti okkur með ás sem náði að trufla sóknarleikinn okkar mjög mikið. Innleysingarnar sem áttu að koma komu einfaldlega ekki og þeir náðu að loka á allt línuspil. Þetta var höktandi og ótrúlega slakur sóknarbolti.“ Framundan er leikur gegn Frakklandi á morgun sem gæti haft mikla þýðingu fyrir baráttu Íslands um verða í einu af sjö efstu sætum mótsins en það veitir þátttökurétt í umspilskeppni um Ólympíusæti. „Strákarnir verða að klára þennan riðil með stæl og sigur á morgun tryggir þriðja sæti riðilsins og þar með umspilið. Það væri nefnilega skelfilegt að missa hann líka - alveg hrikalegt.“ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Ég held að vandamálið sé núna að við erum að spila á móti sterkari liðum sem hafa fundið glufur á okkar varnarleik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta. Ísland tapaði í dag fyrir Spáni, 32-24, á HM í handbolta og þar með sínum öðrum leik í röð. Strákarnir okkar töpuðu einnig fyrir Þýskalandi á laugardaginn. „Þessi lið eru einfaldlega búin að stúdera okkur og hafa fundið lausn á þessari sterku vörn okkar,“ sagði Hrafnhildur. „Þegar maður skoðar þetta nánar þá þurfa þeir Diddi og Sverre að dekka svakalega mikið pláss með svona framsækna tvista við hliðina á sér.“ „Svo þegar við mætum liðum sem eru með sterka línumenn sem liggja fyrir aftan tvistana okkar þá skapast mjög mikið svæði.“ Hún bendir á að þegar varnarleikurinn sé ekki í lagi, þá fái íslenska liðið ekki hraðaupphlaupin sín og það sé því dýrkeypt. „Við fengum eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og það má bara ekki gerast. Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik og það hafði gríðarlega mikla þýðingu að hafa ekki fengið þessi auðveldu mörk með okkur.“ Ísland var tíu mörkum undir í hálfleik, 20-10, en náði að minnka muninn í fimm mörk þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. „Mér fannst vendipunkturinn í leiknum koma þegar að við áttum möguleika á því að minnka muninn í fjögur mörk og Sverre fékk dæmda á sig línu.“ „Við fengum hraðaupphlaup á okkur og þeir fiskuðu víti og fáránlegar tvær mínútur á okkur. Við máttum ekki við því. Bjöggi tók að vísu vítið en þetta var rothögg engu að síður.“ „Það mátti bara ekkert klikka á þessum tímapunkti.“ Hún segir að það sé einnig áhyggjuefni hversu illa gekk að spila sóknarleikinn í dag. „Það eru bara ekki nógu margir leikmenn að ná sér á strik í sókninni - það verður bara að segjast.“ „Spánverjarnir fóru í framliggjandi vörn á móti okkur með ás sem náði að trufla sóknarleikinn okkar mjög mikið. Innleysingarnar sem áttu að koma komu einfaldlega ekki og þeir náðu að loka á allt línuspil. Þetta var höktandi og ótrúlega slakur sóknarbolti.“ Framundan er leikur gegn Frakklandi á morgun sem gæti haft mikla þýðingu fyrir baráttu Íslands um verða í einu af sjö efstu sætum mótsins en það veitir þátttökurétt í umspilskeppni um Ólympíusæti. „Strákarnir verða að klára þennan riðil með stæl og sigur á morgun tryggir þriðja sæti riðilsins og þar með umspilið. Það væri nefnilega skelfilegt að missa hann líka - alveg hrikalegt.“
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira