Handbolti

Kim Andersson stórskytta Svía er úr leik á HM

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Kim Andersson er úr leik á HM vegna meiðsla.
Kim Andersson er úr leik á HM vegna meiðsla. Nordic Photos/Getty Images

Kim Andersson stórskytta sænska landsliðsins og þýska stórliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar er úr leik á heimsmeistaramótinu vegna meiðsla.

Andersson meiddist snemma leiks á þumalfingri gegn Króatíu en hann náði að klára leikinn samt sem áður. Í morgun kom í ljós að meiðslin eru alvarlegri en í fyrstu var talið og Andersson fer í aðgerð á fingrinum á miðvikudag.

„Ég vil helst að fara upp í rúm og gráta," sagði Andersson við TV4 en Svíar eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt Dönum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×