Handbolti

Samantekt úr HM þætti Þorsteins J eftir Spánverjaleikinn

„Ömurlegur fyrri hálfleikur og það var bara ekkert í lagi - svo við segjum þetta bara alveg eins og er," sagði Hafrún Kristjánsdóttir eftir leikinn í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir.

Logi Geirsson sagði að Arpad Sterbik markvörður Spánverja hefði reynst Íslendingum erfiður. „Hann er næst besti markvörður í heimi eins og Gaupi (Guðjón Guðmundsson) hefur sagt," sagði Logi sem saknaði þess að sjá ekki meira frá íslensku skyttunum í leiknum.

Hafrún vakti athygli á því að íslenska liðið hafi alls ekki náð þeim markmiðum sem sett voru í varnarleiknum - að brjóta tvisvar sinnum á Spánverjum í hvert sinn.

Logi og Hafrún lögðu bæði áherslu á það að markmið íslenska liðsins úr þessu væri að tryggja sér keppnsrétt á næstu Ólympíuleikum og til þess að komast í umspil um ÓL sæti í mars á næsta ári þyrfti liðið að enda í 7. sæti eða ofar á HM

Friðrik Ármann úr Melabúðinni og dóttir hans Katrín Stella ræddu um leik Spánverja og Íslendinga áður en leikurinn hófst






Fleiri fréttir

Sjá meira


×