Handbolti

Vignir: Eins og menn væru á hælunum í 30 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir átta marka tap fyrir Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Vignir var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Þetta er grátlega sorglegt fyrir okkur að eiga svona slakan hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Vignir en Ísland var 10-20 undir eftir fyrri hálfleikinn.

„Við vorum búnir að kortleggja þá vel og vissum vel hvernig við ætluðum að mæta þeim og hvaða kerfi við ætluðum að spila. Það vantaði eitthvað upp á og það var eins og menn væru á hælunum í 30 mínútur. Þegar svo er þá valtar lið eins og Spánn bara yfir okkur," sagði Vignir.

„Það var ekki hægt annað en að spila betur í fyrri hálfleik. Við töluðum saman um það í hálfleik að taka bara eitt mark í einu og reyna að sjá hverju það myndi skila okkur. Við náðum aðeins að bíta frá okkur í seinni," sagði Vignir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×