Fleiri fréttir

Tiger tók stórt húsnæðislán

Skilnaður Tiger Woods við sænsku skutluna Elin Nordegren kostaði kylfinginn skildinginn. Svo illa kom skilnaðurinn við budduna hjá hinum moldríka Tiger að hann neyddist til þess að taka lán fyrir húsinu sem hann er að byggja.

Bolt sterkur í pílukasti

Sprettharðasti maður jarðarinnar, Usain Bolt, er hæfileikaríkur maður með eindæmum eins og starfsmenn slúðurblaðsins The Sun komust að á dögunum.

Eiður: Mig skortir leikæfingu

Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við BBC í dag að hann skorti leikæfingu eftir að hafa æft einn síns liðs í nokkrar vikur.

Brynjar Björn ekki með gegn Noregi

Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Noregi á morgun er liðin hefja leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum. Mbl.is greinir frá þessu.

Curbishley orðaður við Aston Villa

Alan Curbishley er einn þeirra sem kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Aston Villa, eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Poulsen þarf tíma til að aðlagast

Christian Poulsen segir að hann þurfi tíma til að aðlagast leik Liverpool en danski landsliðsmaðurinn er nýkominn til félagsins.

Mascherano sakar Liverpool um lygar

Javier Mascherano hefur sakað forráðamenn Liverpool um að hafa logið til um ástæðurnar fyrir því að hann vildi fara frá félaginu og til Barcelopna.

Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum

Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni.

Ronny Johnsen: Framtíð íslenska fótboltans er björt

Ronny Johnsen, fyrrum leikmaður Manchester United, er staddur hér á landi í tengslum við leik Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012. Johnsen starfar sem sérfræðingur fyrir norska sjónvarpsstöð og hitti Fréttablaðið á hann í gær.

Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum

„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina.

Kom til Stoke fótboltans vegna

Eiður Smári Guðjohnsen gekk í fyrradag í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Stoke City og gerði eins árs samning við félagið. Í samtali við fréttastofu Sky Sports í gær var hann spurður um ástæðurnar fyrir því að hann valdi að ganga til liðs við Stoke.

Búið að selja 5000 miða

Búið er að selja tæplega 5.000 miða á leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2012. Laugardalsvöllur tekur alls 10.000 manns í sæti og því er rúmlega helmingur miðanna eftir.

Hamilton vill sögulega sigra

Bretinn Lewis Hamilton sem vann belgíska kappaksturinn um síðustu helgi ætlar að bæta rós í hnappagatið um aðra helgi, þar sem keppt verður á Monza á Ítalíu. Mótið er eitt fjögurra sem telst sögulegt, ásamt Silverstone, Spa og Mónakó sem hann hefur unnið nú þegar.

Arteta má ekki spila fyrir England

Mikel Arteta má væntanlega ekki spila fyrir enska landsliðið. Mikil umræða hefur verið uppi á Englandi um að Spánverjinn yrði valinn í enska landsliðið þegar hann hefur búið í fimm ár í landinu.

Sandro loksins kominn til Tottenham

Brasilíumaðurinn Sandro er loksins kominn til Tottenham. Hann kostaði félagið fimm milljónir punda en hann reitti stjóra sinn til reiðis með því að mæta ekki á tilsettum tíma.

Blikar aftur í annað sætið

Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði eina mark Breiðabliks sem lagði Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Öll lið deildarinnar hafa þar með spilað fimmtán leiki.

Eiður á æfingu með Stoke - myndir

Eiður Smári Guðjohnsen hefur tólf daga til að koma sér í form fyrir næsta leik Stoke. Eiður verður í treyju númer 7 hjá Stoke og er byrjaður að æfa á fullu.

Einar með tvö í tapi gegn Hamburg

Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ahlen-Hamm sem tapaði stórt fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Barry: Styðjum allir Capello

Leikmenn enska landsliðsins styðja þjálfarann Fabio Capello heilshugar. Þetta segir miðjumaðurinn Gareth Barry.

Crouch ekki með Englendingum

Peter Crouch verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum gegn Búlgaríu og Sviss. Leikirnir fara fram á föstudag og þriðjudag.

Van der Vaart löglegur með Tottenham

Rafael van der Vaart hefur fengið leikheimild með Tottenham. Félagið beið fram á síðustu stundu og var hæpið að hann fengi leyfið sem þó hefur gengið í gegn.

Elfar Freyr og Guðmundur Reynir í U-21 landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, hefur valið þá Elfar Frey Helgason, Breiðabliki og KR-inginn Guðmund Reyni Gunnarsson í liðið fyrir leikinn gegn Tékklandi á þriðjudaginn.

Mourinho: Ég er ekki Harry Potter

Jose Mourinho segir að stuðningsmenn Real Madrid megi ekki búast við of miklu af sér, enda sé hann enginn galdramaður.

Sjá næstu 50 fréttir