Enski boltinn

Woodgate ekki í leikmannahópi Tottenham - Hargreaves með Man. Utd

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Jonathan Woodgate mun ekki spila neitt með Tottenham fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Hann er ekki í leikmannahópi liðsins sem tilkynntur var í dag.

Woodgate hefur lengi átt við meiðsli að stríða og reyndar sagði stjórinn hans að ferill varnarmannsins væri hreinlega í hættu.

Með komu Rafael van der Vaart varð ljóst að ekkert pláss er fyrir Woodgate í hópnum.

Owen Hargreaves er aftur á móti í leikmannahópi Manchester United þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×