Enski boltinn

Poulsen þarf tíma til að aðlagast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Poulsen.
Christian Poulsen. Nordic Photos / Getty Images

Christian Poulsen segir að hann þurfi tíma til að aðlagast leik Liverpool en danski landsliðsmaðurinn er nýkominn til félagsins.

Poulsen kom við sögu í báðum leikjum Liverpool gegn Trabzonspor í undankeppni Evrópudeildar UEFA og spilaði svo sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn West Brom um helgina.

„Mér líður vel hér," sagði Poulsen. „Leikurinn gegn West Brom var sá fyrsti með Fernando og fyrirliðanum [Steven Gerrard] og maður þarf að læra á hvernig þeir vilja fá boltann."

„Það er augljóst að þeir tveir ná vel saman og það sást í leiknum gegn West Brom. Vonandi á þetta eftir að verða enn betra."

„Þegar ég kom hingað hafði ég ekki spilað síðan á HM í sumar og ég þarf því smá tíma til að komast í takt við liðið."

„Nú þegar að Javier Mascherano og Alberto Aquilani eru farnir þarf liðið á mörgum góðum leikmönnum að halda því á næstu hálfa ári eigum við leiki á fjögurra daga fresti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×