Enski boltinn

Eiður á æfingu með Stoke - myndir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður á æfingu í dag.
Eiður á æfingu í dag. Heimasíða Stoke.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur tólf daga til að koma sér í form fyrir næsta leik Stoke. Eiður verður í treyju númer 7 hjá Stoke og er byrjaður að æfa á fullu.

Það er sama treyjunúmer og hann var með hjá Barcelona.

Eiður er byrjaður að æfa en myndir af honum má sjá á heimasíðu Stoke frá æfingu dagsins.

Næsti leikur liðsins er 13. september gegn Aston Villa og segir stjórinn Tony Pulis að Eiður gæti komið við sögu í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×