Enski boltinn

Sandro loksins kominn til Tottenham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Redknapp var orðinn pirraður út í Sandro.
Redknapp var orðinn pirraður út í Sandro. AFP
Brasilíumaðurinn Sandro er loksins kominn til Tottenham. Hann kostaði félagið fimm milljónir punda en hann reitti stjóra sinn til reiðis með því að mæta ekki á tilsettum tíma.

Sandro er varnarsinnaður miðjumaður sem kemur frá Internacional í heimalandi sínu. Hann er byrjaður að æfa með Tottenham en hann er 21 árs gamall.

"Það er ánægjulegt að vera loksins kominn. Ég er mjög ánægður að fá tækifæri hjá svona stóru félagi."

"Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila, sérstaklega í Meistaradeildinni," sagði Sandro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×