Enski boltinn

Babel: Ég er lausnin við framherjavandamáli Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Ryan Babel segir að hann geti verið lausn Roy Hodgson við framherjavandamálinu sem hann stendur frammi fyrir. Stjórinn náði ekki að kaupa nýjan framherja til Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans.

Hann reyndi að kaupa Carlton Cole og Ola Toivonen auk þess sem fréttir herma að hann hafi reynt að fá bæði David Trezeguet og Roman Pavlyuchenko.

Ef Fernando Torres meiðist er David Ngog eini framherjinn til að taka við keflinu, en menn eins og Dirk Kuyt og Milan Jovanovic geta leyst stöðuna en hafa oftar spilað sem kantmenn fyrir Liverpool.

Það hefur Babel líka gert en hans uppaáhaldsstaða er í framlínunni.

"Hodgson hefur þegar sagt að hann ætli að nota mig sem framherja. Ég ætla að einbeita mér að því, sem er jákvætt," sagði Babel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×