Fótbolti

Queiroz í sex mánaða bann fyrir að ráðast á lyfjaeftirlitsmenn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Portúgals, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann af portúgalska lyfjaeftirlitinu. Hann stýrir landsliðinu því ekki gegn Íslandi þann 12. október.

Queiroz lét öllum illum látum þegar taka átti lyfjapróf af leikmönnum Portúgals fyrir HM og er sagður hafa ráðist að eftirlitsmönnunum.

Hann hafði þegar verið dæmdur í eins mánaða bann og þúsund evru sekt.

Hann ætlar að áfrýja banninu en þjálfarinn hefur lýst yfir sakleysi sínu allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×