Fleiri fréttir

Ólafur: Danir eru frábærir í fótbolta

Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði á Parken, þjóðarleikvangi Dana, nú í kvöld. Allir í leikmannahópnum eru heilir, nema Árni Gautur Arason markvörður.

Massa: Álag á Ferrari á heimavelli

Felipe Massa telur að heimavöllur Ferrari verði vettvangur meira álags fyrir liðið en önnur mótssvæði, en áhangendur liðsins fylla hvern krók og kima. Keppt verður á brautinni um næstu helgi.

Carragher er ánægður með Hodgson

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er afar ánægður með frammistöðu nýja stjórans, Roy Hodgson, á leikmannamarkaðnum. Hodgson hefur nælt í nokkra þekkta leikmenn þó svo hann hafi ekki úr miklu fjármagni að spila.

Shawcross er ósáttur með eineltið hjá Arsene Wenger

Ryan Shawcross, varnarmaður Stoke og nýr liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen, er mjög ósáttur við einelti Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem heldur því fram að hann og Robert Huth stundi það að meiða mótherja sína viljandi.

Danir hafa ekki tapað fyrsta leik í undankeppni í 30 ár

Danska landsliðið í knattspyrnu hefur náð stigi út úr fyrsta leik sínum í undankeppni stórmóts allar götur síðan Danir töpuðu á móti Júgóslövum í undankeppni HM 27. september 1980. Frá þeim tíma hafa Danir leikið fjórtán opnunarleiki í röð án þess að tapa.

Gerrard: Það er í fínu lagi með Rooney

Steven Gerrard segir að það sé í fínu lagi með félaga sinn í enska landsliðinu, Wayne Rooney, þó svo fátt annað sé fjallað um á Englandi í dag en meint framhjáhald hans með vændiskonu.

Rooney mun spila gegn Sviss

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að fjaðrafokið í kringum einkalíf Wayne Rooney muni ekki standa í vegi fyrir því að Rooney spili gegn Sviss í undankeppni EM á morgun.

Fjarkinn bíður eftir Fabregas hjá Barcelona

Barcelona-treyjan númer fjögur verður ekki í notkun á þessu tímabili samkvæmt frétt í Daily Mail í dag. Það lítur því út fyrir það að fjarkinn bíði því eftir Cesc Fabregas ef hann verður keyptur til Barcelona næsta sumar.

Miroslav Klose vonast til að slá markamet Gerd Müller

Miroslav Klose hefur sett markið hátt með þýska landsliðinu því þessi 32 ára framherji ætlar sér að skora í það minnsta fimmtán landsliðsmörk til viðbótar svo honum takist að jafna markamet Gerd Müller.

Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger

Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum.

Capello á eftir að meta það hvort Rooney sé klár í leikinn

Wayne Rooney fór með enska liðinu til Sviss í morgun þrátt fyrir að allt sé á öðrum endanum í einkalífinu eftir að News of the World og Sunday Mirror birtu frétt um Rooney hafi haldið framhjá unnustu sinni á meðan hún var ólétt. Það er þó ekki víst að Ropney muni spila leikinn.

Van der Vaart vildi ekki fara til Liverpool

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart valdi það frekar að fara til Tottenham en að spila með Liverpool. Þetta kemur fram á Skysports í morgun. Van der Vaart samdi við Tottenham rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði á þriðjudaginn.

Sölvi Geir Ottesen við BT: Við vinnum Dani á Parken

Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður einn íslensku leikmannanna á heimavelli þegar Ísland mætir Dönum á Parken á morgun í undankeppni EM. Sölvi Geir spilar með FC Kaupmannahöfn og hann var sigurviss í viðtali við danska blaðið BT.

Arna Stefanía sló metið hennar Helgu Margrétar um helgina

ÍR-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði frábærum árangri á þrautarmóti í Svíþjóð um helgina þegar hún varð í efsta sæti í sínum aldursflokki og sló meyjarmet í sjöþraut með því að ná í 5029 stig.

Sölvi: Ungu strákarnir vita ekki neitt

Það virtist vera létt yfir íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Noregi. Þeir grínuðust mikið á æfingum og á milli þeirra og ekkert hefur breyst eftir tapið á Laugardalsvelli hvað andann varðar.

Freyr: Valur er Rosenborg Íslands

Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum.

Góður sigur Valskvenna í Evrópukeppninni

Valur vann mikilvægan sigur á Luventa frá Slóvakíu í forkeppni EHF-bikarkeppni kvenna á Hlíðarenda í kvöld, 26-21. Valskonur leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og náðu góðri forystu snemma leiks. Staðan í hálfleik var 14-7 fyrir heimastúlkur.

Madrid með Bale í sigtinu?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid muni gera tilboð í Gareth Bale leikmann Tottenham og reyna að fá hann til Spánar þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í janúar.

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi

Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Birgir Leifur lék á 58 höggum á Akranesi!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, fór hamförum á Garðavelli í dag og lék völlinn á 58 höggum eða 14 höggum undir pari vallarins.

Singh fékk albatross í Boston

Kylfingurinn Vijay Singh frá Fiji-eyjum fékk albatross á þriðja hring á Deutsche Bank Championship mótinu sem fram fer í Boston á PGA-mótaröðinni.

Hutton vill fara frá Tottenham

Skoski varnarmaðurinn Alan Hutton vill yfirgefa herbúðir Tottenham. Hann telur sig ekki fá nægilega mörg tækifæri með liðinu og vill færa sig til félags þar sem hann fær að leika reglulega.

Ísland þarf að sækja stig í Tékklandi

Íslenska U21 árs landsliðið verður að fá stig í leiknum gegn Tékkum ytra á þriðjudaginn til að vera öruggt um sæti í umspili um laust sæti á EM í Danmörku.

Adebayor: City er stærri klúbbur en Arsenal

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City skýtur föstum skotum á fyrrum félag sitt, Arsenal, þar sem hann lék um árabil. Þessi 26 ára leikmaður segir að Manchester City sé stærri klúbbur en Arsenal og er ekki í vafa um að félagið muni enda ofar í ensku úrvalsdeildinni.

Er Houllier næsti stjóri Villa?

Forráðamenn Aston Villa eru sagðir vongóðir með að geta gengið frá ráðningu Gerard Houllier sem knattspyrnustjóra liðsins innan 48 klukkustunda. Liðið hefur verið án stjóra síðan Martin O‘Neill sagði starfi sínu lausu í ágúst.

Jimenez vann í svissnesku ölpunum

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Omega European Masters golfmótinu sem lauk á evrópsku mótaröðinni í Sviss í dag. Jimenez lék samtals á 21 höggi undir pari og sigraði mótið með þremur höggum.

Tonny Mawejje lék allan leikinn í sigri Úganda

Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, lék allan leikinn í öruggum sigri Úganda gegn Angóla, 0-3, í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Afríkukeppninnar í gær.

Kristianstad tapaði á heimavelli

Kristianstad tapaði sínum leik í sænsku úrvalsdeileinni í knattspyrnu kvenna í dag. Liðið tapað 4-3 á heimavelli fyrir Jitex.

Sjá næstu 50 fréttir