Fótbolti

John Arne Riise fluttur á sjúkrahús með heilahristing

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Arne Riise í leiknum á Laugardalsvelli.
John Arne Riise í leiknum á Laugardalsvelli. Mynd/Anton
John Arne Riise spilar væntanlega ekki með Norðmönnum á móti Portúgal í undankeppni EM á morgun þar sem hann var fluttur af æfingu á sjúkrahús í dag eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg.

John Arne Riise var í aðalhlutverki á Laugardalsvellinum á föstudaginn og lagði meðal annars upp fyrra mark Norðmanna í 2-1 sigri en það mark skoraði Brede Hangeland með skalla eftir hornspyrnu Riise.

Riise fór í tæklingu á æfingunni í morgun og fékk högg á höfuðið. Læknar norska liðsins skoðuðu hann og vildu að hann færi á sjúkrahús til frekari rannsókna.

John Arne Riise er eini hreinræktaði vinstri bakvörðurinn í norska hópnum en hann á að baki 89 landsleiki fyrir Noreg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×