Enski boltinn

Er Houllier næsti stjóri Villa?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Snýr Gerrard Houllier aftur í enska boltann?
Snýr Gerrard Houllier aftur í enska boltann? GettyImages

Forráðamenn Aston Villa eru sagðir vongóðir með að geta gengið frá ráðningu Gerard Houllier sem knattspyrnustjóra liðsins innan 48 klukkustunda. Liðið hefur verið án stjóra síðan Martin O'Neill sagði starfi sínu lausu í ágúst.

Talið er að Randy Lerner, eigandi Villa, vilji fá Frakkann í starfið en Houllier fór í viðtal vegna starfsins í síðustu viku. Alan Curbishley, fyrrum stjóri West Ham og Charlton, hefur einnig verið orðaður við starfið hjá Villa en svo virðist sem að Houiller sé kostur númer eitt.

Houiller, sem er 63 ára gamall, hefur verið án starfs síðan hann hætti sem tæknilegur ráðgjafi hjá Lyon fyrir þremur árum. Hann þjálfaði Liverpool í ensku deildinni á sínum tíma og gæti því snúið aftur til Bretlandseyja eftir sex ára fjarveru.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×