Fótbolti

Gerrard: Það er í fínu lagi með Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard segir að það sé í fínu lagi með félaga sinn í enska landsliðinu, Wayne Rooney, þó svo fátt annað sé fjallað um á Englandi í dag en meint framhjáhald hans með vændiskonu.

"Við erum búnir að spjalla og æfa saman og hann er í lagi. Stundum gerist það að þegar menn lenda í vandræðum utan vallar er það léttir að komast burt og einbeita sér að fótboltanum," sagði Gerrard.

"Ég er handviss um að Wayne mun einbeita sér að leiknum og að næla í þrjú stig. Maður býst alltaf við miklu frá Rooney því hann er heimsklassaleikmaður. Það hefur ekki verið hægt að sjá að neitt sérstakt sé að plaga hann og ég býst því ekki við öðru en að hann standi sig í leiknum.

"Allir knattspyrnumenn vita hvaða ábyrgð þeir hafa. Á móti kemur að við erum allir mannlegir og allir gera mistök á lífsleiðinni. Ég hef einnig lent í því og allt veltur á því hvernig maður bregst við er maður gerir mistök."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×