Enski boltinn

Adebayor: City er stærri klúbbur en Arsenal

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Emmanuel Adebayor leiðist ekki að skjóta á Arsenal.
Emmanuel Adebayor leiðist ekki að skjóta á Arsenal.
Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City skýtur föstum skotum á fyrrum félag sitt, Arsenal, þar sem hann lék um árabil. Þessi 26 ára leikmaður segir að Manchester City sé stærri klúbbur en Arsenal og er ekki í vafa um að félagið muni enda ofar í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég tel okkur vera stærri klúbb. Við höfum frábært tækifæri á að rita nöfn okkar í söguna eftir að við fengum til okkar alla þessa frábæru leikmenn. Þetta snýst hins vegar allt um úrslit. Eg við vinnum tíu leiki í röð, þá mun fólk sjá að við erum stærra lið en Arsenal," segir Tógómaðurinn hávaxni.

Adebayor var seldur frá Arsenal til City á síðasta ári fyrir um 25 milljónir punda og hefur eldað grátt silfur við stuðningsmenn Arsenal alla tíð síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×