Handbolti

Þórir með sjö fyrir Lubbecke sem dugði skammt gegn Füchse Berlin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alexander Pettersson.
Alexander Pettersson. GettyImages
Alexander Pettersson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse Berlin sem vann Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur voru 25-22.

Rúnar Kárason skoraði ekki en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Þórir Ólafsson skoraði sjö mörk fyrir Lubbecke og var markahæstur.

Hannover-Burgdorf, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann Melsungen 24-27.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir Hannover-Burgdorf og Vignir Svavarsson sömuleiðis. Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×