Fótbolti

Ísland þarf að sækja stig í Tékklandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs liðs Íslands.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs liðs Íslands. Fréttablaðið/Valli
Íslenska U21 árs landsliðið verður að fá stig í leiknum gegn Tékkum ytra á þriðjudaginn til að vera öruggt um sæti í umspili um laust sæti á EM í Danmörku.

Ef Ísland vinnur verður það efst í riðlinum en jafntefli tryggir annað sætið og sæti í umspilinu. Sigurvegarar undanriðlanna tíu komast í umspilið ásamt fjórum liðum með bestan árangur í öðru sæti.

Ísland er sem stendur með bestan árangur í öðru sæti en fimm önnur lið geta náð Íslandi með sigri á þriðjudaginn.

Tékkar eru efstir í riðlinum og þeir lögðu Íslendinga í fyrsta leik riðilsins á Íslandi. Tapi Ísland á þriðjudaggetur liðið þó enn komist áfram en það þarf þá að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×