Fótbolti

Danir hafa ekki tapað fyrsta leik í undankeppni í 30 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danska landsliðið í vináttuleikjum á móti Þjóðverjum.
Danska landsliðið í vináttuleikjum á móti Þjóðverjum. Mynd/AFP
Danska landsliðið í knattspyrnu hefur náð stigi út úr fyrsta leik sínum í undankeppni stórmóts allar götur síðan Danir töpuðu á móti Júgóslövum í undankeppni HM 27. september 1980. Frá þeim tíma hafa Danir leikið fjórtán opnunarleiki í röð án þess að tapa.

Danir spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2012 á morgun þegar íslenska landsliðið mætir á Parken. Þetta er í þriðja sinn sem Danir mæta Íslendingum í fyrsta leik sínum í undankeppni en Danir unnu 2-0 á Laugardalsvellinum 6. september 2006 og unnu síðan 2-1 sigur á sama stað rúmum sex árum áður.

Síðan að Danir töpuðu sinum fyrsta leik í undankeppni HM fyrir 30 árum hefur liðið unnið sex af fjórtán opnunarleikjum sínum og gert átta jafntefli.

Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu tólf undankeppnum sem danska liðið byrjar undankeppni á heimavelli en samt sem áður hefur gengið illa að selja miða á leikinn.

Danir hófu síðast leik á heimavelli þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni HM 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×