Fótbolti

Olsen: Íslendingar eru búnir að senda okkur aðvörun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen. AFP
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sá leik Íslands og Noregs á föstudaginn og hreifst af íslenska liðinu. "Þetta er gott íslenskt lið. Þeir eru duglegir og mjög hreyfanlegir," sagði hann.

"Það er að koma upp kynslóð ungra leikmanna hjá þeim og þeir voru með þrjá eða fimm úr U21 árs landsliðinu sínu, sem eru mjög góðir teknískir leikmenn. Þeir voru miklu betri en Norðmenn í fyrri hálfleik," sagði landsliðsþjálfarinn.

"Það er búið að aðvara okkur. Allir leikmennirnir sáu leikinn líka. Ísland gaf aðeins eftir undir lokin en þeir voru heilt yfir betri en Norðmennirnir," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×