Fleiri fréttir

Roma vann Inter og galopnaði titilbaráttuna

Roma galopnaði í kvöld titilbaráttuna á Ítalíu með því að vinna Inter 2-1. Markstangirnar voru ekki vinir Inter í leiknum og þrívegis átti liðið skot í tréverkið.

RN Löwen vann á Spáni

Rhein-Neckar Löwen vann í dag útisigur gegn Valladolid frá Spáni í Meistaradeild Evrópu. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.

Wilkins: Frank Lampard ómetanlegur

Frank Lampard skoraði fjögur mörk fyrir Chelsea í 7-1 bursti gegn Aston Villa í dag. Þetta var hans 151. mark fyrir félagið og er hann nú þriðji markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Valskonur fengu bikarinn eftir tapleik

Lokaumferð N1-deildar kvenna fór fram í dag en nú tekur við úrslitakeppnin. Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi.

Talið að Hermann hafi slitið hásin

Tímabilinu er líklega lokið hjá Hermanni Hreiðarssyni. Talið er að hann hafi slitið hásin í dag þegar lið hans Portsmouth lá fyrir Tottenham.

KA Íslandsmeistari í blaki

KA varð í dag Íslandsmeistari í blaki karla með því að sigra HK í Digranesi. KA vann úrslitaeinvígið 2-0.

Gylfi skoraði í jafntefli Reading

Gylfi Sigurðsson kom Reading yfir gegn West Brom í ensku 1. deildinni í dag. Fjórum mínútum fyrir leikslok jöfnuðu gestirnir og úrslitin urðu jafntefli 1-1.

Schumacher fannst Alonso hindra sig

Þjóðverjinn Michael Schumacher ræddi við Fernando Alonso strax eftir tímatökuna og spurði hann hvort Ferrari liðið hefði beðið hann að tefja fyrir sér í tímatökunni á einhvern hátt.

Hermann fór alvarlega meiddur af velli

Nú stendur yfir leikur Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Hermann Hreiðarsson borinn meiddur af velli.

Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið

Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30.

Terry var búinn að afskrifa Arsenal

John Terry segir Arsenal hafa komið sér á óvart á leiktíðinni. Hann var búinn að afskrifa liðið fyrir áramót en nú er það í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

Eiður og Hermann byrja báðir

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Tottenham sem tekur á móti Portsmouth nú klukkan 15. Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth.

Sundboltinn fer með á Anfield

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, grínaðist með það á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Sunderland að sundboltinn frægi myndi fylgja þeim á Anfield.

Byrjunarlið kvennalandsliðsins gegn Serbíu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gærkvöldi byrjunarliðið fyrir mikilvægan leik gegn Serbíu í undankeppni fyrir HM 2011.

Vettel og Webber í fremstu röð

Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber náðu fyrsta og öðru sæti í tímatökunni í Mlebourne i Ástralíu í morgun, en Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji.

Sigrún: Vörnin og liðsheildin skiluðu þessum sigri

Sigrún Ámundadóttir lék vel fyrir Hamarsliðið í kvöld í 92-79 sigri á hennar gömlu félögum í KR-liðinu í fyrsta úrslitaleik KR og Hamars um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Ágúst: Við erum með marga leikmenn sem geta skorað

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var að sjálfsögðu ánægður með öruggan þrettán stiga sigur á heimavelli deildarmeistaranna í KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

Kristrún: KR kemur ekki aftur svona í næsta leik

Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik í DHL-höllinni í kvöld þegar Hamar vann 92-79 sigur á KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Fannar Freyr: Við spiluðum mjög illa

„Það er alltaf ömurlegt að tapa en við mættum bara ekki nógu vel tilbúnir í kvöld. Við spiluðum mjög ílla, klikkuðum á alltof mikið af skotum, vörnin var ekki nægilega góð," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland-Express deildarinnar.

Jóhann Árni: Allir lögðu í púkkið

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu, lögðum okkur alla fram og sigruðum eins og við ætluðum okkur að gera. Stjarnan er með hörkulið, við erum með hörkulið eins og öll liðin sem eru í úrslitakeppninni," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Njarðvík, eftir sigur gegn Stjörnunni í fyrsta einvígi liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

Teitur: Okkur langar ekkert í sumarfrí

Við erum að sjálfsögðu ekki sáttir með að missa boltann 28 sinnum á heimavelli. Þetta var eiginlega bara gjöf að vissu leyti," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Njarðvík, 64-76, fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

Ingi Þór: Þetta var rándýrt

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var algjörlega búinn á því eftir ótrúlegan sigur hans liðs á Grindavík í Röstinni í kvöld.

Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni

Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni.

Man City vill fá Hleb frá Barcelona

Manchester City hefur áhuga á að fá miðjumanninn Alexander Hleb frá spænska stórliðinu Barcelona. Hleb mun snúa aftur til Börsunga í sumar eftir lánsdvöl hjá Stuttgart í Þýskalandi.

Gerrard ekki sáttur við sína spilamennsku

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann hafi ekki spilað eins vel á tímabilinu og hann vildi. Hann segist þurfa að bæta leik sinn svo Liverpool nái fjórða sætinu og komist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hamar vann deildarmeistara KR örugglega í DHL-höllinni

Hamar vann þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en spilaði var í DHl-höllinni, heimavelli KR. Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik með Hamar, skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Njarðvíkingar unnu tólf stiga sigur í Garðabænum

Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í kvöld, 64-76, í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og eru nú komnir 1-0 yfir í rimmu liðanna.

Hamilton ánægður með spretthörkuna

Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri.

Fimmtu lokaúrslitin í röð hjá Margréti Köru og Sigrúnu

KR og Hamar spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuboltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHl-höll þeirra KR-inga en tveir leikmenn þekkja fátt annað en að vera í þessari stöðu á vorin.

Sjá næstu 50 fréttir