Fleiri fréttir

Balotelli enn úti í kuldanum

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli og þjálfarinn Jose Mourinho hafa enn ekki grafið stríðsöxina. Balotelli er ekki í leikmannahópi Inter sem mætir Roma á morgun.

Mancini ákærður en Moyes sleppur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu. Hegðun Mancini þótti ekki til fyrirmyndar þegar City lék gegn Everton á dögunum.

Nani: Hlakka til að vinna fleiri titla með Man Utd

„Þjálfaraliðið hér hefur kennt mér svo mikið og ég er að spila í kringum marga af bestu leikmönnum heims," segir hinn portúgalski Nani sem skrifaði undir nýjan samning við Englandsmeistara Manchester United í morgun.

Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið

„Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld.

Mun Giggs leysa Ramsey af?

Ryan Giggs segist vera tilbúinn að skoða þann möguleika að spila aftur fyrir landslið Wales. Giggs er orðinn 36 ára og hafði lagt landsliðsskóna á hilluna 2007.

Friðrik: Vantar meiri töffaraskap í okkur

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, bíður spenntur eftir því að fá Snæfell í heimsókn í kvöld þó svo hann hefði kosið annan andstæðing í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Carvalho aftur á meiðslalistann

Nafn Ricardo Carvalho er aftur komið á meiðslalista Chelsea. Talið er að varnarmaðurinn portúgalski verði frá næsta mánuðinn hið minnsta.

Svíi og Skoti í myndinni hjá KR

Það er nokkuð ljóst að erlendur markvörður mun standa í rammanum hjá KR á komandi tímabili. Á dögunum var Lars Ivar Moldskred frá Noregi til reynslu hjá liðinu.

Verður 2010 ár Framara í handboltanum?

„Við erum með gott hlutfall eftir áramót. Ég held að 2009 hafi verið slakasta ár hjá Fram frá upphafi. Við vorum á toppnum fyrir jól 2008 og vorum svo skelfilegir allt árið. Eigum við ekki að segja að 2010 verði árið okkar,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson markmaður Fram í gær.

Alonso: Red Bull menn mjög fljótir

Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni

Redknapp tekur hjartatöflur

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hann þurfi að taka hjartatöflur enda tekur pressan í ensku úrvalsdeildinni sinn toll.

KR-ingar brutu af sér ÍR-álögin - myndir

KR-ingar eru í fyrsta sinn í sögu sinni í úrslitakeppninni komnir 1-0 yfir í einvígi á móti nágrönnum sínum úr Seljahverfinu. Leikur 2 er í Seljaskólanum á sunnudaginn.

Hamilton fljótastur á votri æfingu

Lewis Hamilton á McLaren reyndist allra manna fljótastur á seinni æfingu keppnisliða á götum Melbourne í morgun. Hann var einn fárra sem náði að aka á þurri braut, en rigning hefti framför margra annarra.

Kubica sneggstur á götum Melbourne

Pólverjinn Robert Kubica á Renault var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða í Mlebourne í Ástralíu í nótt. Hann ekur Renault, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Jenson Button þriðji á McLaren Mercedes.

KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

Pavel: Átti von á meiri slagsmálum

Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld.

Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

Hreggviður: Við vorum latir

„Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld.

Einar Jónsson: Þetta er orðið fullorðins

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í kvöld. Hann má líka vera það, Akureyri tapar ekki oft heima, hvað þá með fimm mörkum. 26-31 lokatölur.

Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

Mascherano áfram á Anfield

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano ætlar að vera áfram hjá Liverpool og reiknar með að skrifa undir nýjan samning á komandi vikum. Mascherano var orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðasta sumar.

Wenger sló á þráðinn til Eden Hazard

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á miðjumanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í Frakklandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi hringdi Wenger sjálfur í Hazard til að reyna að lokka hann til Lundúna.

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

Pellegrini og Diarra rifust

Lassana Diarra, betur þekktur sem Lass í herbúðum Real Madrid, er ósáttur við hvernig hefur verið komið fram við hann í síðustu leikjum.

Vill að Torres og Gerrard setji fram afarkosti

Phil Thompson, fyrrum stjóri Liverpool, vill að þeir Fernando Torres og Steven Gerrard setji eigendum félagsins afarkosti - annaðhvort verði lagðir fram peningar til leikmannakaupa eða þeir hóti að yfirgefa liðið.

Mowbray rekinn eftir niðurlægingu Celtic

Glasgow Celtic steinlá óvænt fyrir St Mirren 4-0 í skoska boltanum í gær. Þetta var fyrsti sigur St Mirren í tólf leikjum en liðið er í fallbaráttu.

Mark Hughes vill taka við Fílabeinsströndinni

Mark Hughes er einn þriggja sem kemur til greina sem landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar fyrir komandi heimsmeistarakeppni. Samkvæmt heimildum Guardian hefur Hughes áhuga á starfinu.

Wenger: Ekki búast við kraftaverki

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, biður stuðningsmenn liðsins um að búast ekki við of miklu of snemma frá Robin Van Persie. Þessi frábæri sóknarmaður hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í nóvember.

Real Madrid vill fá Mourinho í sumar

Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Jose Mourinho, þjálfara Inter, til að taka við stjórnartaumunum í sumar samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Talið er að Manuel Pellegrini verði látinn fara eftir tímabilið.

Sjá næstu 50 fréttir