Fótbolti

Pele ætlar að leikgreina leiki Brasilíu á HM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pele með HM-bikarinn.
Pele með HM-bikarinn. Mynd/AFP
Brasilíska sjónvarpsstöðin SBT TV hefur náð samkomulagi við Pele um að hann muni leikgreina leiki Brasilíu á HM í knattspyrnu í Suður-Afríku í sumar.

Stöðin hefur ekki sjónvarpsréttinn á keppninni í Brasilíu en ætlar að bjóða upp á umræðuþátt eftir alla leiki Brassana og þar verður Pele í aðalhlutverki.

Pele vann fyrir Globo TV sjónvarpstöðina á HM í Bandaríkjunum fyrir sextán árum síðan. Pele varð þrefaldur heimsmeistari með Brasilíu (1958, 1962 og 1970) og er enn markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×