Íslenski boltinn

Hólmfríður með bæði í 2-0 sigri í Serbíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur gegn Serbíu ytra í dag. Nauðsynlegur sigur hjá stelpunum okkar en staðan var markalaus í hálfleik.

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði bæði mörk Íslands, það fyrra á 52. mínútu og það seinna fimm mínútum fyrir leikslok.

Á miðvikudaginn leikur íslenska liðið við Króatíu ytra. Smelltu hér til að skoða stöðuna í riðli Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×