Enski boltinn

Sundboltinn fer með á Anfield

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það má segja að sundbolti hafi skorað mark í ensku úrvalsdeildinni.
Það má segja að sundbolti hafi skorað mark í ensku úrvalsdeildinni.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, grínaðist með það á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Sunderland að sundboltinn frægi myndi fylgja þeim á Anfield.

Liðin mætast í úrvalsdeildinni á morgun en þegar þau mættust á heimavelli Sunderland fyrr á leiktíðinni réði sundbolti úrslitum. Leikurinn var jafn og spennandi en vendipunkturinn var þegar skot Darren Bent lenti í sundbolta og breytti um stefnu.

„Við erum búnir að pakka sundboltanum niður. Hann verður með okkur. Fyrri leikurinn mun aldrei gleymast út af þessum bolta. Sama þó við unnum 1-0 sigur þennan dag, leiksins verður alltaf minnst fyrir sundbolta-atvikið," sagði Bruce

Smelltu hér til að sjá blöðrumarkið fræga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×