Enski boltinn

Chelsea slátraði Villa - Jafnt hjá Birmingham og Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard skoraði fernu!
Frank Lampard skoraði fernu!

Frank Lampard skoraði fernu fyrir Chelsea sem slátraði Aston Villa 7-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvö af mörkum hans komu úr vítaspyrnum.

Hreint ótrúlegur sigur hjá Carlo Ancelotti og lærisveinum hans sem bættu markatölu sína enn frekar með þessum sigri.

Arsenal missteig sig á útivelli gegn Birmingham og gerði 1-1 jafntefli. Kevin Phillips skoraði jöfnunarmark heimamanna í uppbótartíma.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Tottenham sem vann 2-0 sigur á Portsmouth. Eiður var tekinn af velli á 79. mínútu en Hermann Hreiðarsson fór meiddur af velli í seinni hálfleiknum.

Hrakfarir Gianfranco Zola og félaga í West Ham halda áfram en liðið tapaði fyrir Stoke á heimavelli sínum og kæmi ekki á óvart þó fréttatilkynning væri á leiðinni frá Upton Park.

Tottenham - Portsmouth 2-0

1-0 Peter Crouch (15.)

2-0 Niko Kranjcar kemur (41.)

Birmingham - Arsenal 1-1

0-1 Samir Nasri (81.)

1-1 Kevin Phillips (90.)

Chelsea - Aston Villa 7-1

1-0 Frank Lampard (15.)

1-1 John Carew (29.)

2-1 Frank Lampard (44. víti)

3-1 Florent Malouda (57.)

4-1 Frank Lampard (62. víti)

5-1 Florent Malouda (68.)

6-1 Salomon Kalou (83.)

7-1 Frank Lampard (90.)

West Ham - Stoke 0-1

0-1 Ricardo Fuller (69.)

Wolves - Everton 0-0

Hull - Fulham 2-0

1-0 Jimmy Bullard (16.)

2-0 Craig Fagan (48.) 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×