Enski boltinn

Ekki væntanlegt tilboð strax frá Rauðu riddurunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guli og græni liturinn hefur verið tákn mótmælana vegna Glazer-fjölskyldunnar. Mótmælin hafa farið stigmagnandi á síðustu vikum og mánuðum.
Guli og græni liturinn hefur verið tákn mótmælana vegna Glazer-fjölskyldunnar. Mótmælin hafa farið stigmagnandi á síðustu vikum og mánuðum.

Rauðu riddararnir er hópur fjárfesta sem hyggst gera tilraun til að bjarga Manchester United úr greipum Glazer-fjölskyldunnar.

Í tilkynningu frá hópnum sem gefin var út í morgun er tilkynnt að ekki sé tilboð væntanlegt strax.

„Við munum halda áfram okkar starfi en reiknum ekki með að gera tilboð í félagið áður en yfirstandandi tímabili lýkur," segir í tilkynningunni. United hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan 2005.

Stuðningsmenn félagsins eru flestir allt annað en sáttir við eignarhaldið enda halda skuldir United áfram að hrannast upp. Rauðu riddararnir er hópur skipaður ríkum stuðningsmönnum United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×