Enski boltinn

Gylfi skoraði í jafntefli Reading

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi Sigurðsson kom Reading yfir gegn West Brom í ensku 1. deildinni í dag. Fjórum mínútum fyrir leikslok jöfnuðu gestirnir og úrslitin urðu jafntefli 1-1.

Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Reading og lék í 88 mínútur. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar en WBA er í góðum málum í öðru sæti, stigi á eftir Newcastle en WBA hefur leikið tveimur leikjum meira.

Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Watford sem gerði jafntefli við Middlesbrough. Watford er í harðri fallbaráttu, situr í 21. sætinu. Middlesbrough er í níunda sæti og möguleiki á umspilssæti er að fljúga burt.

Emil Hallfreðsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Barnsley sem tapaði fyrir Doncaster. Barnsley er í fimmtánda sæti.

Aron Einar Gunnarsson var ónotaður varamaður hjá Coventry sem gerði jafntefli við Sheffield Wednesday. Coventry er í tólfta sæti.

Kári Árnason er á meiðslalistanum og lék ekki með Plymouth sem tapaði fyrir Blackpool. Plymouth er næstneðst í deildinni og fall blasir við Kára og félögum.

Barnsley - Doncaster Rovers 0-1

Coventry City - Sheffield Wednesday 1-1

Crystal Palace - Cardiff City 1-2

Derby County - Leicester City 1-0

Peterborough United - Bristol City 0-1

Plymouth Argyle - Blackpool 0-2

Preston North End - Queens Park Rangers 2-2

Reading - West Bromwich Albion 1-1

Swansea City - Ipswich Town 0-0

Watford - Middlesbrough 1-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×