Íslenski boltinn

Lengjubikarinn: Sigrar hjá Fram og Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar

Nú fyrir skömmu lauk leik Fram og Víkings í Lengjubikarnum en leikið var í Víkinni. Fram vann þar sigur 3-2.

Keflavík burstaði HK 5-1 í keppninni í morgun þar sem liðið var 4-0 yfir í hálfleik. Leikið var í Reykjaneshöll.

Í gær gerðu Leiknir og Valur markalaust jafntefli í Egilsjöll.

Hér að neðan má sjá úrslitin og markaskorara en upplýsingar eru fengnar af vefsíðunni fotbolti.net.

Víkingur - Fram 2-3

1-0 Þorvaldur Sveinn Sveinsson

1-1 Sam Tillen (víti)

1-2 Ívar Björnsson

1-3 Almarr Ormarsson

2-3 Helgi Sigurðsson

Keflavík 5-1 HK

1-0 Hörður Sveinsson (10.)

2-0 Alen Sutej (13.)

3-0 Hörður Sveinsson (16.)

4-0 Sjálfsmark (45.)

4-1 Jónas Grani Garðarsson (57.)

5-1 Theodór Halldórsson (93.)

Leiknir - Valur 0-0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×