Fleiri fréttir

Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld?

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Ísland féll um tvö sæti á heimslista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á nýjum heimslista sem Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti í dag. Ísland féll þar með um tvö sæti en landsliðið var í 92. sæti á listanum þar á undan sem birtist um miðjan desember.

Terry ætlar ekki að afsala sér fyrirliðabandinu

Samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar ætlar vanarmaðurinn og landsliðsfyrirliðinn John Terry ekki að afsala sér fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu í kjölfar framhjáhalds hans með barnsmóður Wayne Bridge.

Gleðipinninn Ronaldinho sektaður af AC Milan

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan verið sektaður af félaginu eftir að upp komst að hann hafi farið út að skemmta sér á skemmtistað í vikunni fyrir grannaslaginn gegn Inter í ítölsku deildinni á dögunum.

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net.

Heimsmeistarar Ítala mæta bara HM-liðum fyrir HM í Suður-Afríku

Heimsmeistarar Ítala hafa raðað niður undirbúningsleikjum fyrir HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir koma til með að verja titil sinn frá því í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Ítalar mæta aðeins þjóðum sem eru á leiðinni á HM eins og þeir.

Ferguson vonast til að Hargreaves sé að verða klár

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United bindur vonir við að miðjumaðurinn Owen Hargreaves geti lagt sitt að mörkum til þess að hjálpa United á lokasprettinum á yfirstandandi keppnistímabili.

Grant fer afar fögrum orðum um Hermann

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Fulham tekur á móti Portsmouth. Hermann Hreiðarsson getur ekki leikið með Portsmouth í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Manchester City á dögunum og knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth segir að vinstri bakvarðarins verði vissulega sárt saknað og hrósar honum í hástert.

Auðkýfingurinn stoltur af Formúlu 1 liðinu

Auðkýfingurinn Richard Branson er bakhjarl Virgin Formúlu 1 liðsins sem var kynnt á vefsíðu liðsins í morgun. Ökumenn liðsins eru Timo Glock sem áður var hjá Toyota og Lucas di Grassi sem er nýliði en var um tíma þróunarökumaður Renault.

Viggó ráðinn sem þjálfari ÍR

Samkvæmt fréttavef RÚV er ÍR búið að ráða Viggó Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta. Viggó var rekinn frá N1-deildarliði Fram í nóvember en ÍR er sem stendur í 5. sæti 1. deildar.

NBA-deildin: Níundi sigurleikur Cleveland í röð

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar 105-89 sigur Cleveland Cavaliers gegn LA Lakers-bönunum í Memphis Grizzlies en þetta var níundi sigurleikur Cleveland í röð.

Grant ósáttur með svikin loforð - hættir þó ekki

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá botnliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni er allt annað en sáttur með forráðamenn félagsins þessa dagana en þeir virðast hreinlega vera í tómu basli við að halda félaginu frá gjaldþroti.

Ancelotti mun gefa Terry frí

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti eftir leikinn gegn Hull í kvöld að hann muni gefa John Terry frí ef Terry telur sig þurfa á fríi að halda til þess að bjarga hjónabandi sínu. Ancelotti sagði þó að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um slíkt líkt og einhverjir fjölmiðlar héldu fram í dag.

N1-deild kvenna: Úrslit og markaskorarar

Valsstúlkur eru sem fyrr á toppi N1-deildar kvenna en Valsstúlkur unnu auðveldan sigur á KA/Þór fyrir norðan í kvöld. Valur hefur ekki enn tapað leik í deildinni.

Heiðar á skotskónum fyrir Watford

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hélt áfram að spila vel fyrir Watford í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Sheff. Utd, 3-0.

Óvænt úrslit í enska bikarnum

Notts County og Crystal Palace komust óvænt áfram í ensku bikarkeppninni í kvöld er þau lögðu andstæðinga úr ensku úrvalsdeildinni.

Raul sáttur við lífið á bekknum

Real Madrid-goðsögnin Raul er í nýju hlutverki hjá spænska félaginu í vetur. Eftir að hafa verið aðalsóknarmaður liðsins síðustu 15 ár er hann kominn á bekkinn.

Benjani til Sunderland

Sunderland fékk mikinn liðsstyrk í dag þegar enska úrvalsdeildin gaf grænt ljós á að framherjinn Benjani mætti fara að láni til félagsins frá Man. City.

Terry ráðlagt að halda kjafti

Fjölmiðlafulltrúi John Terry hefur ráðlagt leikmanninum að tjá sig alls ekki við fjölmiðla um kynlífshneykslið, sem skekur líf hans þessa dagana, fyrr en hann hafi rætt málin við Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands.

Redknapp: Keane mun snúa aftur til Tottenham

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er sannfærður um að írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane sem félagið lánaði til Celtic á lokadegi félagsskiptagluggans í gær muni snúa aftur til Lundúnafélagsins að lánstímanum loknum.

Ferguson: Engin eftirsjá yfir því að hafa selt Beckham

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi einhvern tímann séð eftir því að hafa selt David Beckham frá United, til Real Madrid á 25 milljónir punda, þá lá ekki á svari.

Bryant: West hefur kennt mér ótrúlega mikið

NBA stórstjarnan Kobe Bryant náði þeim merka áfanga í nótt að verða stigahæsti leikmaður í sögu LA Lakers þegar hann skoraði 44 stig í 95-93 tapi Lakers gegn Memphis Grizzlies.

Stefnt á að hefja framkvæmdir við Stanley Park á ný

Stjórnarformaðurinn Christian Purslow hjá Liverpool hefur greint frá því að félagið sé nú í viðræðum við nýja fjárfesta til þess að geta haldið áfram framkvæmdum við fyrirhugaðann nýjan leikvang félagsins við Stanley Park.

Japaninn Kobayashi eldheitur í Formúlu 1

Japanski ökumaðurinn Kamui Kobayashi var næst fljótastur á eftir Felipe Massa á æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Massa var fljótastur í gær og liðsfélagi Kobayashi, Pedro de la Rosa var með næsta besta tíma á eftir Massa.

Gana reynir að fá Balotelli í sínar raðir

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að aðstandendur landsliðs Gana, sem tekur þátt í lokakeppni HM í sumar, séu ekki búnir að gefa upp alla von um að sannfæra framherjann Mario Balotelli hjá Inter um að spila fyrir Gana.

Pavlyuchenko gæti enn yfirgefið herbúðir Tottenham

Samkvæmt heimildum Daily Mail þá mun umboðsmaður rússneska framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham ekki vera búinn að útiloka möguleikann á að leikmaðurinn yfirgefi herbúðir Lundúnafélagsins á næstu vikum.

Banni Ferdinand áfrýjað á ný - Wembley nú í hættu

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester United var sem kunnugt er dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa slegið til Craig Fagan leikmanns Hull í leik félaganna í síðasta mánuði.

Beckham: Manchester United var mín fyrsta ást

Stórstjarnan David Beckham býr sig nú undir að snúa aftur á Old Trafford, heimavöll uppeldisfélagssins Manchester United, þegar að núverandi félag hans AC Milan mætir enska félaginu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ánægja með nýjan Williams

Sam Michaels hjá Williams kveðst ánægður með nýjan Williams sam var frumsýndur í vikunn og er ekið á æfingum í dag. Williams samdi við Cosworth um vélar fyrir 2010 og liðið ók 75 hringi um Valencia brautina í gær.

Leikið í N1-deild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld en toppbaráttulið Fram situr hjá að þessu sinni. Topplið Vals ferðast til Akureyrar og mætir KA/Þór en Valsstúlkur eru enn taplausar eftir fimmtán leiki í deildinni til þessa og hafa unnið þrettán og gert tvö jafntefli.

Drogba og Kalou klárir í slaginn með Chelsea í kvöld

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni þegar Hull tekur á móti toppliði Chelsea á KC-leikvanginum í Hull. Chelsea getur með sigrinum náðu fjögurra stiga forskoti á Englandsmeistara Manchester United á toppi deildarinnar en Hull þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í harðri fallbaráttu en liðið er sem stendur í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Aldrei minni eyðsla síðan janúargluggi komst í gagnið

Ensk úrvalsdeildarfélög héldu að sér höndunum í janúarglugganum, svo eftir var tekið, en í heildina eyddu þau aðeins 32 milljónum punda í janúar þetta árið samanborið við 170 milljónir punda á síðasta ári samkvæmt útreikningum Daily Mail.

Haye: Mun ekki bara vinna heldur einnig rota hann

Bretinn David Haye, WBA-þungavigtarmeistari í hnefaleikum, býr sig nú undir að verja titil sinn í fyrsta skiptið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum John Ruiz í MEN Arena í Manchester á Englandi 3. apríl næstkomandi.

Schumacher ámægður með nýja leikfangið

Michael Schumacher er kampakátur að vera kominn aftur í Formúlu 1,, en hann ók með Mercedes í gær á æfingum í Valencia. Hann hóf ferilinn árið 1991, en tók sér þriggja ára hvíld og kom óvænt aftur í slaginn í ár. Hann er með þriggja ára samning við Mercedes liðið sem er stýrt af vini hans Ross Brawn.

Sjá næstu 50 fréttir