Fleiri fréttir

Robben á leið til Bayern

Bayern München og Real Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Hollendingnum Arjen Robben, leikmanni Real. Það er talið vera um 22 milljónir punda.

Tvö Íslendingalið áfram

Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Evrópudeildinni í knatttspyrnu í kvöld. Tvö Íslendingalið komust áfram.

Erna Björk: Vantaði herslumuninn

Erna Björk Sigurðardóttir sagði það afar svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn gegn Noregi almennilega í kvöld.

Sigur dugði ekki Aston Villa

Aston Villa er úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir 2-1 sigur á Rapíd Vín á heimavelli í kvöld. Austurríska liðið vann 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna og komst áfram á fleiri útivallarmörkum.

Sigurður Ragnar: Ánægður með liðið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins, sagðist vera ánægður með sitt lið eftir að það tapaði naumlega fyrir Noregi, 1-0, á EM í Finnlandi í dag.

Everton búið að finna eftirmann fyrir Lescott?

Flest virðist benda til þess að varnarmaðurinn Sylvain Distin sé á förum frá Portsmouth til Everton en stjórnarformaðurinn Peter Storrie hjá Portsmouth hefur staðfest að leikmaðurinn vilji yfirgefa Fratton Park.

Búið er að draga í riðla í Meistaradeild Evrópu

Nú hefur verið dregið í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fór fram í Mónakó rétt í þessu. Þrjátíu og tvö lið voru í pottinum og þau skiptust í fjóra styrkleikaflokka sem úr voru svo myndaðir átta riðlar.

Þær frönsku fengu rassskellingu frá Þýskalandi

Ríkjandi heims -og Evrópumeistarar Þjóðverja héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðli Evrópumótsins með 1-5 sigri gegn Frakklandi í dag en Þýskaland vann 4-0 sigur gegn Noregi í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Umfjöllun: Ísland úr leik á EM

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er úr leik á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi eftir að liðið tapaði fyrir Noregi í kvöld, 1-0.

Stelpurnar fá innblástur frá handboltalandsliðinu - úr leik ef þær tapa

Íslenska kvennalandsliðið er nýmætt til leiks á Lahden-leikvanginn í Lahti og þegar hópurinn gekk framhjá blaðamannaaðstöðunni þá hljómaði söngur karlahandboltalandsliðsins, "Við gerum okkar besta",í græjunum sem stelpurnar eru með sér. Þær sækja því innblástur til karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn á móti Norðmönnum í kvöld.

Hamilton: Slakur árangur olli svefnleysi

Lewis Hamilton hefur átt margar svefnlausar nætur á þessu ári, vegna þess að gengi McLaren liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Þetta kemur fram í viðtali við hann í þættinum Rásmarkið kl. 21.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.

Katrín: Það var engin ein að klikka á móti Frökkum

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð að Ísland sé með betra lið en Noregur en þjóðirnar mætast í Lahti í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Finnlandi. Hún segir að liðið sé búið að vinna sig út úr vonbrigðum Frakkaleiksins.

Bolton staðfestir áhuga sinn á að fá Nolan aftur

„Ég vildi ekki selja hann á sínum tíma. Við erum alla vega búnir að gera Newcastle tilboð um að fá Kevin Nolan að láni út yfirstandandi keppnistímabil en við höfum ekki enn fengið svar,“ segir knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Guðrún Sóley: Þóra er búin að vara mig við framherjanum úr Kolbotn

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var með á æfingu í gær og er tilbúin í slaginn á móti Norðmönnum í dag. Guðrún fékk gat á hausinn í leiknum á móti Frakklandi á mánudagskvöldið en hún hefur byrjað alla leiki sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur stjórnað kvennalandsliðinu.

Iverson staðfestir áhuga Grizzlies á Twitter-síðu sinni

Stjörnubakvörðurinn Allen Iverson er enn ekki búinn að ná lendingu í sínum málum og alls óvíst er hvar leikmaðurinn, sem er fáanlegur á frjálsri sölu frá Detroit Pistons, muni leika á næsta keppnistímabili í NBA-deildinni.

Redknapp útilokar sölu á Pavlyuchenko

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham hefur þverneitað þeim sögusögnum um að framherjinn Roman Pavlyuchenko sé á förum frá félaginu en rússneki landsliðsmaðurinn virðist nú vera fjórði í goggunarröðinni, á eftir Jermain Defoe, Robbie Keane og Peter Crouch, um framherjastöðu á White Hart Lane.

Moyes ætlar að eyða Lescott-peningunum

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton hefur gefið það út að hann vonist til þess að fá í það minnsta fjóra nýja leikmenn til félagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi.

Stoke nálægt því að hreppa Huth

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er löng leit knattspyrnustjórans Tony Pulis hjá Stoke að nýjum varnarmanni senn á enda því úrvalsdeildarfélagið er búið að ná samningum við b-deildarfélagið Middlesbrough um kaupverð á þýska landsliðsmanninum Robert Huth.

Bikarkeppni í Go-Kart lokið

Laugardaginn 22. ágúst fór fram þriðja og síðasta umferð bikarkeppni Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar í Go-Kart. Allar þrjár umferðirnar voru eknar á Rallýkrossbrautinni í Kapelluhrauni.

Hatton: Ég mun aldrei gleyma þessum degi

Hnefaleikamaðurinn Ricky Hatton var þess heiðurs aðnjótandi að fá hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali í heimsókn í hnefaleikaæfingarsal sinn í Manchesterborg í dag en Ali er á ferðalagi um England þessa dagana til fjáröflunar fyrir góðgerðarsamtökin Muhammad Ali Center.

Henning: Spiluðu eins og ég vissi að þær gætu

Henning Henningsson, landsliðsþjálfari, sagði leikmenn íslenska landsliðsins hafa loksins sýnt sitt rétta andlit er liðið vann sigur á Írlandi í kvöld, 77-68, í B-deild EM í körfubolta kvenna.

Glæsilegur sigur á Írum

Ísland vann í kvöld glæsilegan níu stiga sigur á Írum, 77-68, í B-deild Evrópumóts kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Stórt tap í Svartfjallalandi

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði stórt fyrir geysisterku liði Svartfjallalands í B-deild Evrópumóts karla, 102-58.

Logi: Verður sögulegt mark

Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR.

Arsenal áfram í Meistaradeildinni

Arsenal vann öruggan 3-1 og samanlagðan 5-1 sigur á Glasgow Celtic í kvöld og tryggði sér þar með þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu

Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld.

Bandarískt fjárfestingarfyrirtæki vill kaupa Newcastle

Geoff nokkur Sheard hefur staðfest að hann sé að hjálpa ónefndu bandarísku fjárfestingarfyrirtæki að kaupa Newcastle en Sheard þessi reyndi sjálfur að yfirtaka Sheffield Wednesday á síðustu leiktíð en án árangurs.

Finnar enn á sigurbraut

Finnar unnu sinn annan leik á EM í dag, í þetta sinn á Hollandi, 2-1. Finnum hefur því gengið vel á heimavelli en liðið vann Dani í fyrsta leik.

Ómar velur stelpurnar sem koma á UEFA-blaðamannafundina

Tveir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins þurfa að mæta ásamt þjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á blaðamannafund daginn fyrir hvern leik á EM í Finnlandi . Blaðamannafundurinn er haldinn af UEFA og þar eru erlendir blaðamenn oft í meirihluta.

Umfjöllun: Ótrúlegur sigur Fram

Fram vann ótrúlegan, 4-3, sigur á Grindavík í kvöld þar sem liðið skoraði þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungnum.

Sjá næstu 50 fréttir