Umfjöllun: Ísland úr leik á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2009 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttu við leikmann norska landsliðsins. Mynd/Ossi Ahola Íslenska landsliðið í knattspyrnu er úr leik á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi eftir að liðið tapaði fyrir Noregi í kvöld, 1-0. Ísland getur nú aðeins náð Noregi og Frakklandi að stigum í riðlinum og þar sem liðið hefur tapað fyrir báðum þessum liðum er Ísland með lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Ísland nær því ekki að komast upp úr neðsta sæti B-riðils og á þar með engan möguleika á að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Ísland er þar með úr leik. Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn Þýskalandi klukkan 13.00 á sunnudag. Þökk sé sigri Norðmanna eru Þjóðverjar nú öruggir með efsta sæti riðilsins. Leikur Þýskalands og Íslands á sunnudag skiptir því í raun engu máli upp á framhaldið hjá liðunum í keppninni að gera. Það var Cecilie Pedersen sem skoraði eina mark leiksins á lokasekúndum fyrri hálfleiksins en hún var að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir Noreg í byrjunarliðinu í dag. Leikurinn byrjaði fjörlega. Ísland átti fyrsta markskotið strax eftir tólf sekúndur en þar var Hólmfríður Magnúsdóttir að verki eftir góða sendingu Dóru Stefánsdóttur. Hólmfríður átti góðan leik í kvöld. Hún var sívinnandi og lét norsku varnarmennina aldrei í friði. Á tólftu mínútu skall hurðinni aftur nærri fyrir íslenska liðið. Dóra María Lárusdóttir átti sendingu fyrir markið en boltinn hafnaði í innanverðri fjarstönginni. Norðmenn máttu þakka fyrir að boltinn hafnaði ekki í netinu. Ísland byrjaði því vel í leiknum en eftir því sem á leið óx því norska ásmegin. Það var meira með boltann lengst af en íslenska vörnin var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Ef frá eru talin nokkur hálffæri var lítið að gerast í leiknum. En á lokamínútu hálfleiksins kom markið. Hin átján ára gamla Pedersen fékk langa sendingu fram völlinn og náði með laglegri snertingu að snúa af sér Katrínu Jónsdóttur landsliðsfyrirliða. Þar með var hún sloppinn inn fyrir íslensku vörnina og afgreiddi hún knöttinn laglega í netið. Nokkrum sekúndum síðar var flautað til leikhlés. Norðmenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og fengu tvö nokkuð hættuleg færi. En eftir því sem á leið og tíminn fór að renna út fyrir íslenska liðið komu þær sér betur inn í leikinn á nýjan leik. Á 65. mínútu fékk Ísland tvö góð færi með skömmu millibili. Fyrst Dóra María og svo Margrét Lára en hvorugar náðu að koma boltanum almennilega fyrir sér og skjóta að marki. Sara Björk Gunnarsdóttir náði hins vegar ágætu skoti að marki á 67. mínútu en yfir. En þá er það upptalið. Norska liðið skellti í lás og íslensku leikmennirnir tókst því miður ekki að skapa sér fleiri almennileg færi. Á lokamínútum leiksins skipti norski þjálfarinn markaskoraranum út fyrir varnarmann og norsku leikmennirnir töfðu leik eins mikið og þær gátu. Það bar árangur og Noregur hlaut að lokum stigin þrjú. Það ræðst því í leik Noregs og Frakklands um helgina hvort liðið nær öðru sæti riðilsins og þar með sæti í fjórðungsúrslitunum en ekki er útilokað að bæði lið komist þangað.Ísland - Noregur 0-1 0-1 Cecilie Pedersen (45.) Lahti. Áhorfendur: 1.399. Dómari: Cristina Dorcioman frá Rúmeníu (7).Skot (á mark): 7-14 (3-5)Varin skot: Þóra 4 - Hjelmseth 2Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 6-8Rangstöður: 7-1 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna með því að smella hér: Ísland - Noregur. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er úr leik á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi eftir að liðið tapaði fyrir Noregi í kvöld, 1-0. Ísland getur nú aðeins náð Noregi og Frakklandi að stigum í riðlinum og þar sem liðið hefur tapað fyrir báðum þessum liðum er Ísland með lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Ísland nær því ekki að komast upp úr neðsta sæti B-riðils og á þar með engan möguleika á að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Ísland er þar með úr leik. Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn Þýskalandi klukkan 13.00 á sunnudag. Þökk sé sigri Norðmanna eru Þjóðverjar nú öruggir með efsta sæti riðilsins. Leikur Þýskalands og Íslands á sunnudag skiptir því í raun engu máli upp á framhaldið hjá liðunum í keppninni að gera. Það var Cecilie Pedersen sem skoraði eina mark leiksins á lokasekúndum fyrri hálfleiksins en hún var að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir Noreg í byrjunarliðinu í dag. Leikurinn byrjaði fjörlega. Ísland átti fyrsta markskotið strax eftir tólf sekúndur en þar var Hólmfríður Magnúsdóttir að verki eftir góða sendingu Dóru Stefánsdóttur. Hólmfríður átti góðan leik í kvöld. Hún var sívinnandi og lét norsku varnarmennina aldrei í friði. Á tólftu mínútu skall hurðinni aftur nærri fyrir íslenska liðið. Dóra María Lárusdóttir átti sendingu fyrir markið en boltinn hafnaði í innanverðri fjarstönginni. Norðmenn máttu þakka fyrir að boltinn hafnaði ekki í netinu. Ísland byrjaði því vel í leiknum en eftir því sem á leið óx því norska ásmegin. Það var meira með boltann lengst af en íslenska vörnin var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Ef frá eru talin nokkur hálffæri var lítið að gerast í leiknum. En á lokamínútu hálfleiksins kom markið. Hin átján ára gamla Pedersen fékk langa sendingu fram völlinn og náði með laglegri snertingu að snúa af sér Katrínu Jónsdóttur landsliðsfyrirliða. Þar með var hún sloppinn inn fyrir íslensku vörnina og afgreiddi hún knöttinn laglega í netið. Nokkrum sekúndum síðar var flautað til leikhlés. Norðmenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og fengu tvö nokkuð hættuleg færi. En eftir því sem á leið og tíminn fór að renna út fyrir íslenska liðið komu þær sér betur inn í leikinn á nýjan leik. Á 65. mínútu fékk Ísland tvö góð færi með skömmu millibili. Fyrst Dóra María og svo Margrét Lára en hvorugar náðu að koma boltanum almennilega fyrir sér og skjóta að marki. Sara Björk Gunnarsdóttir náði hins vegar ágætu skoti að marki á 67. mínútu en yfir. En þá er það upptalið. Norska liðið skellti í lás og íslensku leikmennirnir tókst því miður ekki að skapa sér fleiri almennileg færi. Á lokamínútum leiksins skipti norski þjálfarinn markaskoraranum út fyrir varnarmann og norsku leikmennirnir töfðu leik eins mikið og þær gátu. Það bar árangur og Noregur hlaut að lokum stigin þrjú. Það ræðst því í leik Noregs og Frakklands um helgina hvort liðið nær öðru sæti riðilsins og þar með sæti í fjórðungsúrslitunum en ekki er útilokað að bæði lið komist þangað.Ísland - Noregur 0-1 0-1 Cecilie Pedersen (45.) Lahti. Áhorfendur: 1.399. Dómari: Cristina Dorcioman frá Rúmeníu (7).Skot (á mark): 7-14 (3-5)Varin skot: Þóra 4 - Hjelmseth 2Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 6-8Rangstöður: 7-1 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna með því að smella hér: Ísland - Noregur.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira