Fleiri fréttir

Redknapp: Fallbaráttan aðalmálið

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það sé efst á dagskrá hjá sér að bjarga Tottenham frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Tottenham mætir Watford í fjórðungúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Casillas sagður hafa hafnað risatilboði Man City

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Manchester City hafi sett sig í samband við Iker Casillas, markvörð Real Madrid, með það fyrir augum að fá hann til liðs við félagið.

Zola vill Green í landsliðið

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, segir að Robert Green markvörður liðsins sé vel hæfur til að spila með enska landsliðinu.

NBA í nótt: Lakers tapaði á flautukörfu

LA Lakers tapaði í nótt sínum fyrsta leik á útivelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers, 118-117, en sigurkarfan kom á síðustu sekúndu leiksins.

Þjálfari Búlgaríu fékk sparkið

Plamen Markov var í dag rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari Búlgaríu í fótbolta. Hann er 51. árs og stýrði liðinu einnig á árunum 2002-04.

Wenger: Fengum færi til að skora

„Það voru sex skipti þar sem bara átti eftir að koma boltanum framhjá markverðinum en það tókst ekki. Við fengum fullt af fínum færum til að skora," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir tapið gegn Burnley í deildabikarnum.

Derby áfram á marki í uppbótartíma

Derby County er komið í undanúrslit enska deildabikarsins. Liðið vann 1-0 útisigur á úrvalsdeildarliði Stoke í kvöld en eina markið í leiknum kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Burnley sló út Arsenal

Bikarævintýri enska 1. deildarliðsins Burnley hélt áfram í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Arsenal. Burnley er þar með komið í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar.

Ince: Það er fólk sem hlakkar yfir óförum okkar

Paul Ince hefur legið undir gagnrýni að undanförnu enda hefur Blackburn leikið níu leiki án sigurs og situr í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ince tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Blackburn síðasta sumar.

Ómar Örn stýrir Fylki til áramóta

Ómar Örn Jónsson mun stýra kvennaliði Fylkis í handbolta fram að áramótum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Eyjólfsson lét af störfum í dag en hann er að fara að taka við karlaliði Kassel í Þýskalandi.

Jóhannes Karl byrjar á bekknum

Tveir leikir verða í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Stoke mætir Derby og Burnley fær unglingana í Arsenal í heimsókn. Síðarnefndi leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45.

Yaya Toure ánægður hjá Barcelona

Miðjumaðurinn Yaya Toure viðurkennir að hafa rætt við Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í sumar. Hann segist þó vera mjög sáttur í herbúðum Barcelona.

Ballesteros gekkst undir fjórðu aðgerðina

Seve Ballesteros er aftur kominn á gjörgæsludeild eftir að hafa gengist undir sína fjórðu stóru aðgerð vegna heilaæxlis. Þessi þekkti kylfingur hefur dvalið á sjúkrahúsi í Madríd síðan 14. október.

Benítez hefur enn trú á Keane

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Robbie Keane muni brátt finna sitt besta form. Keane var keyptur á 20 milljónir punda frá Tottenham fyrir tímabilið en hefur alls ekki staðið undir væntingum.

Mourinho spáir því að Liverpool gefi eftir

Jose Mourinho telur að baráttan um Englandsmeistaratitilinn muni á endanum standa milli Chelsea og Manchester United. Hann spáir því að Liverpool, sem nú vermir toppsætið, muni gefa eftir.

Larsson orðaður við Everton

Fjölmiðlar á Bretlandi hafa orðað Svíann Henrik Larson við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Larsson verður samningslaus í næsta mánuði.

United ætlar ekki að kaupa í janúar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir litlar líkur á því að félagið muni fá nýja leikmenn til félagsins þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Mál Jóhanns Bergs skýrist í vikunni

Jóhann Berg Guðmundsson á von á því að sín mál komist á hreint í þessari viku. Hann er kominn aftur til landsins eftir að hafa verið hjá Coventry til reynslu.

Barcelona mætir Atletico í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í dag. Stórleikir umferðarinnar eru viðureignir Barcelona og Atletico Madrid.

Robinho: Hugarfarið þarf að breytast

Robinho, leikmaður Manchester City, segir að leikmenn félagsins verði að byrja að hugsa eins og meistarar ætli þeir sér stóra hluti í ensku úrvalsdeildinni.

Van Persie: Gallas átti ekki við mig

Robin van Persie telur ekki að William Gallas hafi átt við sig þegar sá síðarnefndi gagnrýndi einn leikmann félagsins sérstaklega í nýlegu viðtali.

McLaren frumsýnir með pompi og prakt

McLaren liðið mun frumsýna 2009 keppnisbíl sinn 14. janúar á næsta ári í höfuðstöðvum liðsins í Woking I Surrey í Bretlandi.

Ronaldo knattspyrnumaður ársins í Evrópu

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu af franska tímaritinu France Football og hlýtur hann Gullknöttinn, Ballon d'Or, svokallaða fyrir.

NBA í nótt: Miami vann í framlengdum leik

Miami vann í nótt sigur á Golden State á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn sem lauk með 130-129 sigri Miami. Þrír leikir fóru fram í deildinni í nótt.

James og Paul bestir í nóvember

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Chris Paul leikmaður New Orleans Hornets voru útnefndir leikmenn mánaðarins í NBA deildinni.

Ajax segir ekkert hæft í fréttum af Huntelaar

Forseti hollenska úrvalsdeildarfélagsins Ajax segir ekkert hæft í þeim fregnum að félagið sé við það að ganga frá samningum þess efnis að Klaas Jan Huntelaar, leikmaður Ajax, verði seldur til Real Madrid.

Benítez: Áttum að taka þrjú stig

„Við áttum klárlega skilið að vinna leikinn," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn West Ham. Liverpool tókst ekki að finna leið framhjá Robert Green í marki Hamrana.

Reading vann Coventry

Einn leikur var í ensku 1. deildinni í kvöld en það var Íslendingaslagur Reading og Coventry. Reading vann 3-1 sigur eftir að Coventry hafði komist yfir í leiknum.

Grindavík heldur áfram að elta

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar halda áfram að fylgja toppliði KR en Grindavík vann Snæfell 93-81 á heimavelli sínum í kvöld.

Huntelaar á leið til Real Madrid

Hollenski sóknarmaðurinn Klaas Jan Huntelaar er á leið frá Ajax í heimalandinu og til spænska stórliðsins Real Madrid. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar í kvöld.

Markalaust hjá Liverpool og West Ham

Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld.

Helgin á Englandi - Myndir

Það voru stórleikir í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. United vann baráttuna um Manchester og Arsenal gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig á Stamford Bridge.

Dagur: Afar spennandi félag

Dagur Sigurðsson mun á næstunni skrifa undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

Robbie Fowler til Grimsby?

John Fenty, stjórnarformaður Grimsby, segir að félagið hafi átt í viðræðum við Robbie Fowler. Grimsby er í botnbaráttu ensku 3. deildarinnar (D-deildar) og vill fá Fowler sem leikmann og einnig í þjálfaraliðið.

Carr leggur skóna á hilluna

Írski varnarmaðurinn Stephen Carr hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þessi 32 ára leikmaður var leystur undan samningi við Newcastle síðasta sumar og hefur ekki náð að finna sér nýtt lið.

Bestu markverðir ensku úrvalsdeildarinnar

Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt.

Þjálfari Espanyol rekinn

Espanyol tilkynnti í dag að félagið hefði ákveðið að leysa Bartolome Marquez frá störfum eftir tap á heimavelli gegn Sporting Gijon um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir