Fleiri fréttir

Grétar lofar Hollendingum erfiðum leik

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson segir að Hollendingar megi búast við harðri mótspyrnu frá Íslendingum þegar liðin mætast í undankeppni HM í Rotterdam á laugardaginn.

Valur steinlá í Svíþjóð

Valur tapaði í kvöld 5-1 fyrir sænsku meisturunum í Umea í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Sænska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik þar sem Hanna Ljungberg skoraði þrennu.

Haukar töpuðu fyrir Flensburg

Íslandsmeistarar Hauka máttu sætta sig við 35-29 tap fyrir þýska stórliðinu Hamburg í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta ytra í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-14 fyrir þýska liðið, en Hafnfirðingarnir náðu að halda betur í horfinu í þeim síðari.

Darrell Flake í Tindastól

Úrvalsdeildarfélagið Tindastóll hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Darrell Flake um að leika með liðinu í vetur.

Varaforseti Newcastle hættur

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle tilkynnti í dag að varaforsetinn Tony Jimenez væri hættur störfum. Það var eigandinn Mike Ashley sem réði Jimenez um leið og Dennis Wise var gerður að yfirmanni knattspyrnumála.

Eiður: Klæðist treyjunni með stolti

Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið.

BUGL nýtur góðs af Meistarakeppni KKÍ

Árleg Meistarakeppni KKÍ verður haldin um næstu helgi og eins og undanfarin ár verður allur ágóði af leikjunum látinn renna til góðgerðarmála.

Hamburg bauð Jóhanni ekki samning

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Finnur Orri Margeirsson eru nú farnir frá Hamburg eftir að hafa æft með þýska úrvalsdeildarfélaginu HSV undanfarna daga.

Sneijder segist líklega ekki spila gegn Íslandi

Sjö leikmenn eru á sjúkralista hollenska landsliðsins og litlar líkur eru þar að auki á því að Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid, verði með í landsleik Hollands og Íslands um helgina.

Grétar Rafn: Ekkert frí í landsleikjahlénu

Grétar Rafn Steinsson segir að hann fái lítið svigrúm til að hvíla sig og safna kröftum fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í landsleikjahlénu sem er framundan.

Ronaldinho hefði átt að fara fyrr

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að það hafi verið mistök að halda Ronaldinho í röðum Barcelona eins lengi og raun bar vitni.

Shouse og Zdravevski áfram hjá Stjörnunni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur komist að samkomulagi við þá Justin Shouse og Jovan Zdravevski um að halda áfram að spila með liðinu í vetur.

Græna bílabyltingin í Formúlu 1

Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan.

Erfið staða hjá Haukum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Hauka og þýska stórliðsins Flensburg í Meistaradeildinni í handbolta. Haukar byrjuðu mjög vel og komust í 12-10, en þá tóku heimamenn mikla rispu og hafa yfir 19-14 í hálfleik.

Valur þremur mörkum undir í hálfleik

Íslandsmeistarar Vals eru undir 3-0 gegn sænska liðinu Umea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppninni. Hanna Ljungberg hefur skorað öll mörk sænska liðsins.

Sigur hjá FCK

Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir lið sitt FCK í kvöld þegar liðið lagði Ajax 31-25 í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Guðlaugur Arnarsson skoraði eitt mark fyrir FCK.

Guðjón Valur skoraði 8 mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar það vann 37-26 sigur á Balingen. Hamburg og Füchse Berlin skildu jöfn 34-34.

Fram burstaði ÍBV

Einn leikur var á dagskrá í 32-liða úrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í kvöld. Fram vann auðveldan 37-27 sigur á ÍBV í Eyjum.

Terry tæpur

Miðvörðurinn John Terry hjá Chelsea gæti misst af leik enska landsliðsins við Kasakstan á laugardaginn eftir að hafa ekki náð að klára æfingu með liðinu í dag.

Ásgeir Örn skoraði sjö í tapi GOG

Einn leikur var á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Skjern lagði GOG 29-26 og var þetta í fyrsta skipti í þrjú ár sem Skjærn vinnur sigur í á GOG.

Samdráttur hjá Valsmönnum

Knattspyrnudeild Vals mun væntanlega ekki hafa erlenda leikmenn í sínum röðum á næsta ári og á það við um bæði karla- og kvennaflokka félagsins.

Sjúkralisti Hollendinga lengist

Hollendingar verða án nokkurra lykilmanna þegar liðið tekur á móti Íslendingum í undankeppni HM á laugardaginn.

Klinsmann óttast ekki að verða rekinn

Jurgen Klinsmann þjálfari Bayern Munchen óttast ekki að verða rekinn frá félaginu þó það hafi ekki byrjað eins illa í úrvalsdeildinni í meira en þrjá áratugi.

Nistelrooy: Ronaldo kemur til Real

Ruud van Nistelrooy segir að Cristiano Ronaldo muni ganga til liðs við Real Madrid, annað hvort í sumar eða næsta sumar.

Yfirgnæfandi líkur á að Bailey fari heim

Að sögn Óla Björns Björgvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, eru yfirgnæfandi líkur á því að Damon Bailey, bandarískur leikmaður liðsins, verði leystur undan samningi sínum við félagið.

Erlendir leikmenn Keflavíkur sendir heim

Nú hefur meirihluti félaga í Iceland Express deild karla gripið til aðgerða vegna fjárhagskreppunnar hér á landi. Keflavík hefur ákveðið að senda sína erlendu leikmenn heim á leið.

Framtíð Formúlu 1 í hættu vegna kostnaðar

Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010.

Selfyssingar gætu komist í úrvalsdeildina

Ef Fram og Fjölnir verða sameinuð og tefla fram einu liði í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári er ljóst að þar með losnar sæti fyrir eitt lið.

Jói Kalli fékk ekki verðlaunin

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki valinn leikmaður septembermánaðar í ensku B-deildinni en hann var einn fjögurra sem var tilnefndur.

Kemur til greina að banna skuldsett félög

Svo gæti farið að mjög skuldsett knattspyrnufélög verði útilokuð frá Evrópukeppnunum í knattspyrnu, að sögn David Taylor, framkvæmdarstjóra Knattspyrnusambands Evrópu.

Ísland á uppleið

Ísland færðist upp um fjögur sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er í 103. sæti listans.

West Ham verður að selja til að kaupa

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, segir að það sé ljóst að ef Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, vill fá nýja leikmenn til félagsins verður hann að selja aðra til að eiga fyrir því.

Fimm eiga möguleika á titlinum

Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum.

Sjá næstu 50 fréttir