Enski boltinn

Jói Kalli fékk ekki verðlaunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Doyle, leikmaður Reading.
Kevin Doyle, leikmaður Reading. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki valinn leikmaður septembermánaðar í ensku B-deildinni en hann var einn fjögurra sem var tilnefndur.

Það var Kevin Doyle, sóknarmaður hjá Reading, sem hreppti hnossið. Hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum í síðasta mánuði, þar á meðal þrennu í 6-0 sigri Reading á Sheffield Wednesday.

Doyle er markahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×