Íslenski boltinn

Samdráttur hjá Valsmönnum

Barry Smith hefur leikið með Valsmönnum í þrjú ár
Barry Smith hefur leikið með Valsmönnum í þrjú ár

Knattspyrnudeild Vals mun væntanlega ekki hafa erlenda leikmenn í sínum röðum á næsta ári og á það við um bæði karla- og kvennaflokka félagsins.

Ótthar Edvardsson, yfirmaður afrekssviðs hjá Val staðfesti þetta í samtali við fotbolti.net nú síðdegis og sagði að öllu óbreyttu yrðu erlendir leikmenn sem voru hjá félaginu á síðustu leiktíð ekki áfram hjá Val á næsta tímabili.

Fjórir erlendir leikmenn léku með karlaliði Vals í sumar og aðrir fjórir hjá kvennaliðinu. Kvennaliðið hefur reyndar enn ekki lokið keppni því það á leiki framundan í Evrópukeppni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×