Sautján farnir, sex á samningi og tveir á leiðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 10:59 Jordanco Davitkov, fyrrum þjálfari Snæfells, staldraði stutt við hér á landi. Mynd/E. Stefán Mál erlendra leikmanna hjá íslensku körfuboltafélögunum hafa verið áberandi undanfarna daga. Vísir tekur hér saman stöðu mála eins og hún blasir við í dag. Áður en ÍR sagði upp sínum erlendu leikmönnum á föstudaginn síðastliðinn voru 23 erlendir leikmenn á samningum hjá félögunum í Iceland Express-deild karla. Nú eru sautján þeirra farnir. Alls hafa níu af þeim tólf félögum í deildinni sagt upp samningi minnst eins leikmanns. Tvö þeirra, Snæfell og Njarðvík, hafa sagt upp samningum þriggja leikmanna auk þess sem samningi erlends þjálfara Snæfells var sagt upp. Sem stendur eru sex erlendir leikmenn á mála hjá félögunum í efstu deild. Þar af hafa samningar þriggja þeirra verið endurskoðaðir og verða þeir því áfram á breyttum kjörum. Tveir samningar til viðbótar eru í endurskoðun og því er ljóst að aðeins einn erlendur leikmaður í deildinni verður með sömu kjör, samkvæmt núverandi ástandi. Þetta er Jason Dorisseau, leikmaður KR. Þar að auki hafa tvö félög hug á því að bæta við sig bandarískum leikmönnum. Hér ræðir um Tindastól og FSu. Ef þessir tveir koma og þeim sex sem eru enn á samningi verður haldið er ljóst að átta erlendir leikmenn munu spila í Iceland Express-deildinni í vetur. Þar af fimm Bandaríkjamenn og þrír með vegabréf frá evrópsku ríki. Hér má líta yfirlit um stöðu mála. Erlendir leikmenn sem eru farnir: 17 Breiðablik: 2 ÍR: 2 Keflavík: 2 Skallagrímur: 2 Snæfell: 3 Stjarnan: 1 Þór, Akureyri: 1 Grindavík: 1 Njarðvík: 3Erlendir leikmenn í deildinni: 6 KR: 1 Stjarnan: 1 Tindastóll: 2 Þór: 2Erlendir leikmenn hugsanlega á leiðinni: 2 FSu: 1 Tindastóll: 1Erlendir þjálfarar: Snæfell: Sagt upp Skallagrímur: Á í viðræðum um nýjan samningStaðan hjá hverju félagi:Breiðablik 7. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Darrel Flake - Igor BeljanskiFSu Einn bandarískur leikmaður á leið til félagsinsÍR 3. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Chaz Carr - Tahirou SaniKeflavík 8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Jesse Pelot-Rosa - Steven GerrardKR Einn bandarískur leikmaður, Jason Dourisseau, á mála hjá félaginu.Skallagrímur 8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Eric Bell - Djordo Djordic Félagið á í samningaviðræðum við Ken Webb, þjálfara, um endurskoðuð launakjör.Snæfell 6. október: Erlendum leikmönnum og þjálfara sagt upp - Jordanco Davitkov, þjálfari - Nate Brown - Nikola Dzeverdanovic - Tome DisiljevStjarnan 7. október: Samningi eins erlends leikmanns sagt upp - Nemanja Sovic Endurgerður samningur við erlendan leikmann - Justin Shouse Auk þess var endurgerður samningur við íslenskan leikmann - Jovan ZdravevskiTindastóll 9. október: Endurgerður samningur við tvo erlenda leikmenn og bandarískur leikmaður líklega á leið til félagsins.Þór, Akureyri 8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp - Milorad Damjanac Samningar tveggja erlendra leikmanna í endurskoðun - Cedric Isom - Roman Moniak Grindavík 8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp - Damon Bailey Njarðvík 7. október: Erlöndum leikmönnum sagt upp - Heath Sitton - Slobodan Subasic - Colin O'Reilly Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Mál erlendra leikmanna hjá íslensku körfuboltafélögunum hafa verið áberandi undanfarna daga. Vísir tekur hér saman stöðu mála eins og hún blasir við í dag. Áður en ÍR sagði upp sínum erlendu leikmönnum á föstudaginn síðastliðinn voru 23 erlendir leikmenn á samningum hjá félögunum í Iceland Express-deild karla. Nú eru sautján þeirra farnir. Alls hafa níu af þeim tólf félögum í deildinni sagt upp samningi minnst eins leikmanns. Tvö þeirra, Snæfell og Njarðvík, hafa sagt upp samningum þriggja leikmanna auk þess sem samningi erlends þjálfara Snæfells var sagt upp. Sem stendur eru sex erlendir leikmenn á mála hjá félögunum í efstu deild. Þar af hafa samningar þriggja þeirra verið endurskoðaðir og verða þeir því áfram á breyttum kjörum. Tveir samningar til viðbótar eru í endurskoðun og því er ljóst að aðeins einn erlendur leikmaður í deildinni verður með sömu kjör, samkvæmt núverandi ástandi. Þetta er Jason Dorisseau, leikmaður KR. Þar að auki hafa tvö félög hug á því að bæta við sig bandarískum leikmönnum. Hér ræðir um Tindastól og FSu. Ef þessir tveir koma og þeim sex sem eru enn á samningi verður haldið er ljóst að átta erlendir leikmenn munu spila í Iceland Express-deildinni í vetur. Þar af fimm Bandaríkjamenn og þrír með vegabréf frá evrópsku ríki. Hér má líta yfirlit um stöðu mála. Erlendir leikmenn sem eru farnir: 17 Breiðablik: 2 ÍR: 2 Keflavík: 2 Skallagrímur: 2 Snæfell: 3 Stjarnan: 1 Þór, Akureyri: 1 Grindavík: 1 Njarðvík: 3Erlendir leikmenn í deildinni: 6 KR: 1 Stjarnan: 1 Tindastóll: 2 Þór: 2Erlendir leikmenn hugsanlega á leiðinni: 2 FSu: 1 Tindastóll: 1Erlendir þjálfarar: Snæfell: Sagt upp Skallagrímur: Á í viðræðum um nýjan samningStaðan hjá hverju félagi:Breiðablik 7. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Darrel Flake - Igor BeljanskiFSu Einn bandarískur leikmaður á leið til félagsinsÍR 3. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Chaz Carr - Tahirou SaniKeflavík 8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Jesse Pelot-Rosa - Steven GerrardKR Einn bandarískur leikmaður, Jason Dourisseau, á mála hjá félaginu.Skallagrímur 8. október: Erlendum leikmönnum sagt upp - Eric Bell - Djordo Djordic Félagið á í samningaviðræðum við Ken Webb, þjálfara, um endurskoðuð launakjör.Snæfell 6. október: Erlendum leikmönnum og þjálfara sagt upp - Jordanco Davitkov, þjálfari - Nate Brown - Nikola Dzeverdanovic - Tome DisiljevStjarnan 7. október: Samningi eins erlends leikmanns sagt upp - Nemanja Sovic Endurgerður samningur við erlendan leikmann - Justin Shouse Auk þess var endurgerður samningur við íslenskan leikmann - Jovan ZdravevskiTindastóll 9. október: Endurgerður samningur við tvo erlenda leikmenn og bandarískur leikmaður líklega á leið til félagsins.Þór, Akureyri 8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp - Milorad Damjanac Samningar tveggja erlendra leikmanna í endurskoðun - Cedric Isom - Roman Moniak Grindavík 8. október: Samningi erlends leikmanns sagt upp - Damon Bailey Njarðvík 7. október: Erlöndum leikmönnum sagt upp - Heath Sitton - Slobodan Subasic - Colin O'Reilly
Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira