Fleiri fréttir

Elísabet: Langar helst til að gráta

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag.

Valur stóð í Frankfurt

Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag.

Englendingar og Frakkar mætast í mars

Englendingar og Frakkar munu mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Stade de France í París þann 26. mars á næsta ári. Leikurinn verður hugsaður sem upphitunarleikur fyrir EM 2008 þar sem báðar þjóðir ætla sér stóra hluti - fari svo að þær komist þangað.

Jafnrétti skal tryggt hjá McLaren

Forráðamenn Formúlu 1 hafa ákveðið að senda sérstakan fulltrúa á lokamótið í Brasilíu þann 21. október og verður honum fengið að sjá til þess að ekki verði gert upp á milli þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton.

Friðrik spilar með Njarðvík í kvöld

Miðherjinn Friðrik Stefánsson verður með Njarðvíkingum í kvöld þegar liðið tekur á móti Snæfelli í fyrstu umferð Iceland Express deild karla í körfubolta.

Aðeins 20% vilja Robinson í enska markið

Breska dagblaðið Evening Standard var með athyglisverða könnun á heimasíðu sinni í dag þar sem fram kemur að aðeins 20% lesenda vildu að landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson verði mark Englendinga í leikjunum gegn Eistum og Rússum.

Ég hef ekki spilað vel í tvö ár

Framherjinn Wayne Rooney viðurkennir að hann hafi ekki spilað vel með enska landsliðinu í tvö ár og efast um að hann hefði fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Eistum ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Emile Heskey.

Fórnarlömb lyfjanotkunar fá bætur

Þýska Ólympíusambandið tilkynnti í dag að þýska ríkið hefði samþykkt að greiða nærri 3 milljónir evra í miskabætur til íþróttamanna sem gefin voru skaðleg lyf á árum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi.

Tilbúinn að skoða tilboð í Kobe Bryant

Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers, segir að allt sé enn opið í sambandi við að skipta hinum ósátta Kobe Bryant í burtu frá félaginu. Bryant sagðist í sumar vilja fara frá Lakers en ekkert varð úr því.

Arsenal þarf að greiða fyrir Merida

Arsenal þarf að greiða Barcelona rúmar 2 milljónir punda fyrir spænska ungstirnið Fran Merida eftir að niðustaða komst í málið fyrir rétti á Spáni. Barcelona vildi meina að félagið hefði átt rétt á greiðslu fyrir Merida því hann hafi verið samningsbundinn og það hefur nú verið staðfest.

Nani kemur Ferguson á óvart

Sir Alex Ferguson segist vera mjög ánægður með framfarir hins tvítuga Nani síðan hann kom til Manchester United, en ekki var reiknað með því að Portúgalinn ungi fengi að spila mikið á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Endurkomu Neville seinkar

Bakvörðurinn Gary Neville spilar ekki með varaliði Manchester United gegn Liverpool í kvöld eins og til stóð þar sem hann þykir ekki hafa náð sér nógu vel af meiðslum sínum.

Við verðum að vinna

Dana bíður nú mjög erfitt verkefni í F-riðli undankeppni EM á laugardaginn þegar þeir taka á móti Spánverjum í Árósum. Þjálfarinn Morten Olsen segir að ekkert annað en sigur dugi liðinu ef það ætli sér að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Bent ósáttur við jakkann hans Drogba

Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun mættu margar af stjörnunum í ensku úrvalsdeildinni á æfingaleik í NBA deildinni sem haldinn var í London í gærkvöldi. Darren Bent, framherji Tottenham, var ekki sáttur þegar hann sá að Didier Drogba hafði keypt sér nákvæmlega eins jakka og hann.

Speed sparkað úr þjálfarastólnum

Miðjumaðurinn síungi, Gary Speed hjá Bolton, hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari hjá félaginu. Speed var ráðinn spilandi þjálfari af Sammy Lee þegar hann tók við af nafna sínum Allardyce, en Lee vill nú að hinn 38 ára gamli Speed einbeiti sér að því að spila með liðinu.

Warnock tekinn við Palace

Neil Warnock var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace eftir að Peter Taylor var rekinn frá félaginu á mánudaginn. Warnock var áður hjá Sheffield United þar sem hann hætti í lok síðustu leiktíðar. "Þetta verður síðasta starfið mitt og ég hef mikið að bjóða þessu félagi," sagði Warnock á blaðamannafundi í morgun.

Bann Alonso stytt í tvo leiki

Spænski landsliðsmaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool mun verða klár í slaginn fyrir leik Spánverja og Svía í undankeppni EM eftir að leikbann hans eftir rauða spjaldið gegn íslenska landsliðinu var stytt úr þremur leikjum í tvo eftir áfrýjun Spánverja.

Terry sendur í hnéskanna

John Terry hefur verið sendur í myndatöku vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu enska landsliðsins í gær og því er skyndilega orðið óvíst hvort hann getur spilað landsleikinn við Eista á Wembley um helgina.

Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu

Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel.

Snorri skoraði sjö mörk

Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 þegar GOG vann auðveldan útisigur á botnliði Skandeborg. Sigurður Eggertsson skoraði eitt mark fyrir heimamenn.

Houston semur við Knicks

Stórskyttan Allan Houston hefur gert samkomulag við forráðamenn New York Knicks um að leika með liðinu í vetur. Houston hefur ekki leikið í NBA í tvö ár og ekki heilt tímabil í fjögur ár vegna meiðsla sem knúðu hann til að leggja skóna á hilluna. Hann segist í toppformi nú og sagðist vilja klára ferilinn með sæmd frekar en að láta meiðsli neyða sig til þess.

Logi verður áfram með KR

Logi Ólafsson og KR Sport komust í gær að munnlegu samkomulagi um að hann haldi áfram þjálfun meistaraflokks KR.

Valur hefur leik í Belgíu á morgun

Á morgun mætir Valur einu sterkasta félagsliði heims, þýska úrvalsdeildarliðinu Frankfurt, í riðli liðanna í Evrópukeppni félagsliða.

Brann vill halda Ólafi Erni

Þjálfari Brann, Mons Ivar Mjelde, segir að hann vilji halda Ólafi Erni Bjarnasyni áfram hjá liðinu.

Ólafur gæti þjálfað erlendis

Ólafur Kristjánsson segist vera með nokkur tilboð í höndunum og útilokar ekki að hann tæki að sér þjálfun annars staðar en á Íslandi.

Hreinn áfram hjá Þór

Hreinn Hringsson hefur endurnýjað samning sinn við 1. deildarlið Þórs á Akureyri

Fjórða tap Gummersbach

Gummersbach tapaði sínum fjórða leik á tímabilinu í kvöld, í þetta sinn fyrir Hamburg. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Hamburg, 33-29.

Grétar líklega í KR

Allar líkur eru á því að Grétar Sigfinnur Sigurðsson gangi til liðs við KR samkvæmt heimildum Vísis.

Gummersbach í beinni á Sýn

Einn leikur fer fram í þýska handboltanum í kvöld þar sem sterkt lið Hamburg tekur á móti Íslendingaliði Gummersbach. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum klukkan 18:10 í kvöld.

Þetta eru búin að vera frábær ár

Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira.

Líst vel á nýja þjálfarann

FH-ingurinn Freyr Bjarnason segir að sér lítist vel á nýja þjálfarann sinn hjá FH eftir að tilkynnt var að Heimir Guðjónsson tæki við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni.

Það er ekki hægt að spila betur

Lítið annað kemst að í sænskum íþróttamiðlum í dag en tilnefningar FIFA í valinu á knattspyrnumanni ársins. Svíar eru mjög ósáttir við að framherjinn Zlatan Ibrahimovic skuli ekki vera tilnefndur, en hann hefur farið hamförum með Inter að undanförnu.

Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við

Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag.

Flamini er kallaður Gattuso

Félagar miðjumannsins Mathieu Flamini hjá Arsenal eru farnir að kalla hann Gattuso vegna vinnusemi sinnar á miðjunni. Flamini hefur myndað frábært miðjuteymi með Cesc Fabregas það sem af er leiktíðinni eftir að hafa verið nálægt því að yfirgefa Arsenal í sumar.

Anderson framlengir við Flensburg

Svíinn Kent-Harry Anderson hefur framlengt samning sinn við þýska handboltafélagið Flensburg til ársins 2010. Miklar vangaveltur höfðu verið uppi um framtíð þjálfarans en gamli samningurinn hans hefði runnið út næsta sumar.

Þú dekkar hann Brynjar

Steven Harper, leikmaður Reading, segist hafa fundið á sér að illa ætti eftir að fara þegar liðið sótti Portsmouth heim í sögulegum leik um daginn þar sem Portsmouth sigraði 7-4.

Hiddink framlengir við Rússa

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink hefur tilkynnt að hann ætli að framlengja samning sinn við rússneska knattspyrnusambandið til ársins 2010. Hiddink er sextugur og skrifaði undir tveggja ára samning við Rússana eftir að hafa látið af störfum sem landsliðsþjálfari Ástralíu eftir HM í fyrra.

Barton: Skítt með England

Miðjumaðurinn Joey Barton er ekki í vandræðum með að koma sér í fréttirnar þó hann hafi enn ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir Newcastle. Hann tjáði skoðanir sínar á enska landsliðinu þegar hann var spurður út í mál Michael Owen félaga síns.

Gallas biðst afsökunar á framkomu sinni

Varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal hefur beðið starfsfólk og félaga sína í liðinu afsökunar á því hvað hann var fýldur á síðustu vikunum í meiðslum sínum.

Jol tekur Wimbledon til fyrirmyndar

Martin Jol stjóri Tottenham hefur viðurkennt að hafa að hluta tileinkað sér leikstíl "Óða Gengisins" hjá Wimbledon á miðjum níunda áratugnum.

Sjá næstu 50 fréttir