Enski boltinn

Flamini er kallaður Gattuso

Flamini hefur leikið lykilhlutverk hjá Arsenal í haust
Flamini hefur leikið lykilhlutverk hjá Arsenal í haust NordicPhotos/GettyImages

Félagar miðjumannsins Mathieu Flamini hjá Arsenal eru farnir að kalla hann Gattuso vegna vinnusemi sinnar á miðjunni. Flamini hefur myndað frábært miðjuteymi með Cesc Fabregas það sem af er leiktíðinni eftir að hafa verið nálægt því að yfirgefa Arsenal í sumar.

Flamini þykir minna mjög á ítalska vinnuhestinn Gennaro Gattuso hjá AC Milan og eru félagar hans mjög ánægðir með hann.

"Hann vinnur gríðarlega mikið starf á miðjunni og það er frábært að vera með svona mann í liðnu. Það er honum að þakka að vörnin lendir afar sjaldan í vandræðum og þess vegna köllum við hann Gattuso. Hann er algjör maraþonhlaupari og berst eins og ljón fyrir liðið. Hann mætir í hvert einasta návígi og rimmu á vellinum," sagði Kolo Toure fyrirliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×