Enski boltinn

Gallas biðst afsökunar á framkomu sinni

Gallas var erfiður í samskiptum í meiðslunum
Gallas var erfiður í samskiptum í meiðslunum NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal hefur beðið starfsfólk og félaga sína í liðinu afsökunar á því hvað hann var fýldur á síðustu vikunum í meiðslum sínum.

Gallas, sem er fyrirliði liðsins, meiddist á nára í leik gegn Blackburn þann 19. ágúst sl. og hefur ekkert komið við sögu síðan. Hann viðurkennir að hafa verið erfiður í skapinu.

"Stundum var maður í ágætum gír, en ég hef líka verið mjög óhamingjusamur inn á milli. Ég hef örugglega verið félögum mínum og starfsfólki erfiður og ég var ekki alltaf brosandi í klefanum. Ég hef lent í þessu áður. Maður hefur meiðst og fyrstu vikuna er allt í lagi - en eftir þrjár fjórar og fimm vikur er maður orðinn rosalega þreyttur á þessu. Ég vil biðja alla leikmennina og starfsmennina afsökunar á þessu," sagði Gallas í samtali við Daily Mail.

Gallas sneri til æfinga á föstudaginn síðasta og var kallaður í landsliðshóp Frakka fyrir leikinn við Færeyinga á laugardaginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×