Fleiri fréttir

Ljungberg í viðræðum við Fiorentina

Arsenal og Fiorentina eru nú í viðræðum um hugsanlega sölu enska félagsins á sænska landsliðsmanninum Freddie Ljungberg. Umboðsmaður leikmannsins segir Ljungberg hugsanlega til í að fara til Ítalíu ef hann fái ásættanleg kjör. Ljungberg hefur verið á mála hjá Arsenal í níu ár og er þrítugur.

Haukar sendu Fram út úr bikarkeppninni

Lið Hauka úr 2. deildinni gerði sér lítið fyrir og sló Framara út úr Visa-bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik og vítakeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust svo ekki fyrr en í bráðabana þar sem heimamenn fögnuðu sætum sigri á hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Kjartan hetja Valsmanna

Valsmenn tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu með sigri á KR eftir framlengingu og vítakeppni. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma þar sem Guðmundur Benediktsson skoraði fyrir Val en Tryggvi Bjarnason jafnaði fyrir KR. Kjartan Sturluson varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítakeppninni og tryggði sínum mönnum sigurinn.

Skagamenn í 8-liða úrslit

Skagamenn eru komnir í 8-liða úrslit Visa-bikarsins eftir 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld. Arnar Sigurgeirsson kom gestunum yfir í leiknum á síðustu augnablikum fyrri hálfleiks en Andri Júlíusson svaraði fyrir ÍA í upphafi þess síðari. Það var svo gott einstaklingsframtak Jóns Vilhelms Ákasonar í síðari hálfleik framlengingar sem réði úrslitum.

Benayoun á leið til Liverpool

Liverpool hefur komist að samkomulagi um kaup á miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham að sögn umboðsmanns leikmannsins. Breska sjónvarpið segir kaupverðið vera um 4 milljónir punda. Benayoun er 25 ára gamall og er fyrirliði ísraelska landsliðsins. Hann hefur verið hjá West Ham síðan árið 2005 þegar hann kom frá Racing Santander á Spáni fyrir 2,5 milljónir punda.

Fjölnir og FH komin í 8-liða úrslit

Fjölnismenn eru komnir í 8-liða úrslit Visabikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-3 sigur á Fjarðabyggð á Eskifirði í æsilegum leik. Þá eru Íslandsmeistarar FH komnir áfram eftir 3-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Leikir Hauka og Fram, KR og Vals og svo ÍA og Víkings eru allir komnir í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur í þeim öllum.

Gríðarlegur tekjumunur í Evrópukeppnunum

Evrópumeistarar AC Milan fengu mestar tekjur fyrir þáttöku sína í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en peningalistinn var tilkynntur af Knattspyrnusambandi Evrópu í dag. Milan bar sigurorð af Liverpool í úrslitaleik í vor og halaði inn tæpar 40 milljónir evra með góðu gengi sínu í keppninni.

Gerrard: Við verðum að byrja vel í sumar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að ná fljúgandi starti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ef liðið ætli sér að vera með í baráttunni um titilinn. Metnaðurinn er mikill á Anfield í sumar og þar á bæ stefna menn á fyrsta titil liðsins síðan árið 1990.

Ferguson ætlar að nota fleiri leikmenn

Sir Alex Ferguson segist ætla að nota mun fleiri leikmenn hjá Manchester United á næstu leiktíð en hann gerði í fyrra til að dreifa álaginu í hópnum. United hefur eytt nærri 50 milljónum punda í leikmenn í sumar en Ferguson segist hafa búist við að sú tala yrði hærri.

Tomasson semur við Villarreal

Danski landsliðsframherjinn Jon Dahl Tomasson hefur nú formlega gengið í raðir Villarreal á Spáni þar sem hann lauk síðustu leiktíð sem lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson skoraði 4 mörk í 11 leikjum með Villarreal á síðustu leiktíð og spilar framvegis undir stjórn landa síns Michael Laudrup. Danskir fjölmiðlar fullyrða að Laudrup sé einnig að reyna að fá til sín landsliðsmanninn Dennis Rommendahl frá Charlton.

Keflvíkingar semja við Úkraínumann

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við 21 árs gamlan Úkraínumann að nafni Denis Ikovlev um að leika með liðinu í Express deildinni næsta vetur. Ikovlev lék með liði Nevada-Reno í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í fyrra og ku vera góður skotmaður. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag.

Vopnaðir menn rændu Antoine Walker

Framherjinn Antoine Walker hjá Miami Heat í NBA deildinni lenti í óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi þegar vopnaðir ræningjar stálu öllu steini léttara í íbúð hans í Chicago. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Walker er rændur á ferli sínum í NBA.

Brasilía - Úrúgvæ í beinni í kvöld

Undanúrslitin í Copa America hefjast í kvöld þegar Brasilíumenn mæta Úrúgvæ. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 0:40 eftir miðnættið. Brasilíumenn eiga hér verðugt verkefni fyrir höndum því þeir hafa ekki náð að leggja granna sína að velli í fimm síðustu leikjum.

Saviola semur við Real Madrid

Bernd Schuster, nýráðinn þjálfari Real Madrid, hefur staðfest að félagið hafi náð samningum við argentínska framherjann Javier Saviola eftir að hann var látinn fara frá Barcelona á dögunum. Schuster segist hafa samið við framherjann í síðasta mánuði og segir hann hafa mikið fram að færa hjá Real Madrid.

Enn kært í Ítalíuskandalnum

37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist.

Pólverjar biðjast afsökunar

Jaroslaw Kaczynski, forsætistráðherra Póllands, hefur beðið kollega sinn Gediminias Kirklas í Litháen og alla viðkomandi afsökunar á því þegar pólskar fótboltabullur gengu berserksgang á leik Legia Varsjá og Vetra Vilinius í Inter Toto keppninni á dögunum.

Skiptar skoðanir um Beckham í Los Angeles

Flestir íbúar Los Angeles fagna því að David Beckham sé á leið til LA Galaxy í MLS deildinni og telja það knattspyrnunni í Bandaríkjunum til framdráttar. Helmingur íbúa í Los Angeles er þó af spænskumælandi uppruna og sumir þeirra eru ekkert of hrifnir af komu goðsins.

Arsenal að landa bakverði

Samkvæmt fréttum frá Frakklandi í dag er enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal að landa bakverðinum Bakari Sagna frá Auxerre fyrir um 6 milljónir punda. Sagna þessi er sagður geta spilað báðar bakvarðarstöðurnar og var nýlega kallaður inn í franska landsliðshópinn. Sagt er að honum verði boðinn fimm ára samningur hjá Arsenal, en hann hefur verið eftirsóttur af mörgum liðum undanfarið.

Carragher ver ákvörðun sína

Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool brást illa við í útvarpsviðtali í gær þegar hann var spurður hvort hann hefði hætt í landsliðinu af því hann væri búinn að gefast upp á að berjast fyrir sæti sínu. Hann segist hafa þurft að spila út úr stöðu meira og minna allan landsliðsferilinn.

Arnór semur við Heerenveen

Unglingalandsliðsmaðurinn Arnór Smárason hefur gert eins árs atvinnumannasamning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen. Arnór hefur leikið með unglingaliði félagsins undanfarin ár og skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið í æfingaleik á dögunum.

Real Madrid kaupir Pepe frá Porto

Real Madrid hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðverðinum Pepe frá Porto og er hann annar miðvörðurinn sem félagið fær í sínar raðir á tveimur dögum. Sagt er að kaupverðið á hinum 24 ára gamla leikmanni sé 28 milljónir evra eða 2,3 milljarðar.

Babel kostar 1650 milljónir

Tæknistjóri hollenska knattspyrnufélagsins Ajax segir að Liverpool verði að greiða 1650 milljónir ef það ætli sér að klófesta útherjann Ryan Babel. Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga en fregnir herma að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt frá því hollenska félagið neitaði upprunalegu 1200 milljóna tilboði í leikmanninn.

City að kaupa ítalskan framherja

Ítalska knattspyrnufélagið Reggina hefur gefið það út að félagið sé búið að ná grundvallarsamkomulagi við Manchester City á Englandi um að selja því framherjann Rolando Bianchi fyrir tæpar 9 milljónir punda. Bianchi er 24 ára gamall og varð fjórði markahæsti leikmaður A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk. Hann er fyrrum leikmaður U-21 árs liðs Ítala.

Jón Oddur og Jakob Jóhann bæta met í 50m bringusundi

Jón Oddur Sigurðsson synti í morgun 50m bringusund í undanrásum á danska opna meistaramótinu og setti nýtt íslandsmet á tímanum 28,71 sek. Hann bætti rúmlega 2 ára gamalt met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 28,86 sek.

Bellamy skrifar undir hjá West Ham

Velski landsliðsmaðurinn Craig Bellamy hefur skrifað undir fimm ára samning við West Ham eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. West Ham borgar Liverpool 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er það mesta sem að West Ham hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins.

Þetta var ekkert stelpumark

Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik.

Malouda genginn til liðs við Chelsea

Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Florent Malouda frá franska félaginu Lyon. Chelsea skýrði frá þessu nú í morgun. Malouda, sem er kantmaður, skrifaði undir fjögurra ára samning við liðið og mun hitta nýja liðsfélaga sína síðar í dag í Los Angeles í Kaliforníu þar sem þeir eru nú í æfingaferð.

Nítján bikarsigrar í röð

Skagamenn hefja keppni í VISA-bikar karla í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn upp á Skaga. Skagamenn ættu að mæta til leiks fullir bjartsýni enda er Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón hefur stýrt liði til sigurs í 19 bikarleikjum í röð á Íslandi en hann lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð frá 1993 til 1996.

17 ára piltur settur til höfuðs Helga

Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir.

Leikmenn fylgi boðorðum Laporta

Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu.

Víkingur yfir á Skaganum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Visa-bikarnum í knattspyrnu. Víkingur hefur yfir 1-0 gegn ÍA á Skaganum, markalaust er hjá KR og Val í vesturbænum, jafnt er hjá Haukum og Fram í Hafnarfirði 1-1 og ekkert mark hefur litið dagsins ljós í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum FH. Þá hefur Fjölnir yfir 2-1 gegn Fjarðabyggð á Eskifirði.

Lið Brasilíu 1970 kosið besta lið allra tíma

Tímaritið Soccer Magazine hefur útnefnt lið Brasilíu sem varð heimsmeistari árið 1970 besta knattspyrnulið allra tíma. Þetta var niðurstaða skoðanakönnunar blaðsins sem gerð var með aðstoð sérfræðinga. Þá valdi blaðið einnig bestu mörk allra tíma og bestu leikina.

Íslendingar með þrenn verðlaun á danska opna

Íslensku keppendurnir á Danska opna meistaramótinu í sundi unnu til þriggja verðlauna á þriðja degi mótsins. Jakob Jóhann Sveinsson vann 100 metra bringusund með miklum yfirburðum á tímanum 1:02,62.

Cisse skrifar undir hjá Marseille

Franski framherjinn Djibril Cisse skrifaði í dag undir fimm ára samning við Marseille eftir að hafa leikið með liðinu sem lánsmaður frá Liverpool á síðustu leiktíð. Langar og strangar samningaviðræður höfðu staðið yfir milli félaganna undanfarnar vikur en þeim er nú lokið og ganga allir aðilar sáttir frá borðinu.

Rooney fer á kostum í auglýsingu

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United fer á kostum í nýrri auglýsingu sem komin er í loftið fyrir Nike íþróttavöruframleiðandann. Í auglýsingunni lætur hann hrokafullan amerískan leikstjóra finna til tevatnsins. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndband af tilþrifunum.

Kamara til Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á senegalska sóknarmanninum Diomansy Kamara frá West Brom fyrir um 6 milljónir punda. Fulham hefur lengi verið á eftir framherjanum sem skoraði 23 mörk fyrir West Brom í Championship deildinni á liðinni leiktíð. Hann hefur skrifað undir fimm ára samning og keppir við Heiðar Helguson um sæti í byrjunarliðinu á næstu leiktíð.

Lippi liggur enn undir feldi

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf.

Danir spila í Árósum

Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að næstu tveir heimaleikir liðsins í undankeppni EM verði spilaðir á NRGi Park í Árósum. Dönum var gert að spila tvo heimaleiki utan þjóðarleikvangsins á Parken í Kaupmannahöfn í kjölfar uppákomunnar ljótu sem varð í leiknum við Svía forðum, þegar áhorfandi réðist inn á völlinn.

Ferguson: Náum vonandi að landa Tevez fljótlega

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni væntanlega ná að landa framherjanum Carlos Tevez frá West Ham fljótlega. Hann segist helst vilja hafa klárað málið fyrir helgina síðustu, en reiknar með að enska úrvalsdeildin sé að tefja framgöngu málsins.

Gallas sakar Arsenal um metnaðarleysi

Franski varnarmaðurinn William Gallas hefur látið í ljós óánægju sína með störf forráðamanna Arsenal og sakar þá um metnaðarleysi í leikmannamálum. Gallas átti ekki sérlega góða leiktíð með Arsenal í fyrra eftir að hann kom frá Chelsea og er harðorður í garð vinnuveitenda sinna eftir söluna á Thierry Henry.

Hamilton: Ég verð að herða mig

Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær.

Neville vonast til að ná heilsu

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United segist vonast til þess að vera búinn að ná heilsu þegar boltinn byrjar að rúlla aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði. Neville meiddist illa á ökkla gegn Chelsea í enska bikarnum í mars.

Anelka ætlar að vera áfram hjá Bolton

Franski framherjinn Nicolas Anelka hefur lofað að vera áfram hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa átt fund með knattspyrnustjóranum Sammy Lee. Hinn 28 ára gamli framherji hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í marga mánuði, en segist nú ekki vera á förum.

Laudrup tekinn við Getafe

Spænska knattspyrnufélagið Getafe beið ekki boðanna í dag þegar tilkynnt var að Bernd Schuster yrði næsti þjálfari Real Madrid og tilkynnti um leið að félagið hefði gert tveggja ára samning við dönsku goðsögnina Michael Laudrup um að gerast þjálfari liðsins.

Liverpool er búið að bjóða í Ryan Babel

Umboðsmaður hollenska útherjans Ryan Babel segir að Liverpool sé þegar búið að gera kauptilboð í leikmanninn. Babel fór á kostum með U-21 árs liði Hollendinga á Evrópumótinu á dögunum og hefur mikið verið orðaður við Arsenal.

Sjá næstu 50 fréttir