Íslenski boltinn

Haukar sendu Fram út úr bikarkeppninni

Lið Hauka úr 2. deildinni gerði sér lítið fyrir og sló Framara út úr Visa-bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik og vítakeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust svo ekki fyrr en í bráðabana þar sem heimamenn fögnuðu sætum sigri á hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Ásgeir Ingólfsson og Goran Lukic skoruðu mörk Hauka í leiknum en Igor Pesic og Alexander Steen skoruðu fyrir Fram, en það var markvörðurinn knái Amir Mehica, markvörður Hafnafjarðarliðsins, sem var hetjan í vítakeppninni þegar hann varði þrjár spyrnur Framara. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×