Fleiri fréttir

Källström ekki með Svíum - Zlatan tæpur

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn sem mætir Dönum og Íslendingum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Miðjumaðurinn Kim Källström hjá Lyon er meiddur og verður ekki með og þá er framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter tæpur vegna meiðsla.

Eyjólfur valdi fjóra nýliða

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Liechtenstein og Svíþjóð í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Í hópnum eru fjórir nýliðar að þessu sinni, þeir Birkir Már Sævarsson frá Val, Ragnar Sigurðsson Gautaborg, Theodór Elmar Bjarnason Celtic og þá fær Gunnar Kristjánsson hjá Víkingi óvænt sæti í hónum.

Ancelotti heimtar yfirvegun

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, vill ekki að leikmenn hans líti á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni annað kvöld sem tækifæri til að ná fram hefndum á Liverpool síðan í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. Hann vill heldur sjá sína menn einbeitta og yfirvegaða í Aþenu.

Adelman að taka við Houston?

Fjölmiðlar í Houston eru á einu máli um að Rick Adelman verði tilkynntur sem þjálfari Houston Rockets á morgun. Félagið rak Jeff Van Gundy á föstudaginn og segir Houston Chronicle að Adelman hafi þegar verið búinn að ræða við forráðamenn félagsins áður en það gerðist. Adelman er með hæsta vinningshlutfall allra þjálfara í NBA sem aldrei hafa unnið meistaratitil eða 61%. Hann þjálfaði síðast Sacramento Kings á árunum 1998 til 2006 og fór tvisvar með Portland í úrslit á tíunda áratugnum.

Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili.

Distin farinn frá City

Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar.

Adebayor framlengir við Arsenal

Framherjinn Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti fast sæti í liðinu á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 12 mörk í 44 leikjum. Adebayor er 23 ára gamall landsliðsmaður Tógó og var keyptur frá Mónakó í janúar í fyrra fyrir 3 milljónir punda.

Benitez boðar breytingar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega.

Slúðrið í enska í dag

Margt er að gerast í ensku knattspyrnunni þessa daganna þó svo að leiktímabilið sé búið. Mikið er spáð í hver verður hvar og hérna má sjá helstu orðrómana sem breska ríkisútvarpið, BBC, tók til í dag.

Robson tekur við Sheffield United

Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll.

Tamningamaður eða FT tamningamaður

Náttúrutalent eða bókaormur sem ekkert kann í tamningum með FT próf uppá arminn? Já, það er spurning hvað er það sem þarf til að komast inn í Hólaskóla? Ég dúxaði í slugsahætti í skóla þegar ég var yngri. Það komst enginn með tærnar þar sem ég hafði hælana í slugsahættinum. Ég var lang bestur í því. Í verklegu námi var ég þó mjög góður og í íþróttum.

Úrslit af opnu Íþróttamóti Gusts

Íþróttamót Gusts fór fram í Glaðheimum um liðna helgi. Keppt var í flestum greinum hestaíþrótta og var þátttaka nokkuð góð. Fáksmenn gerðu góða ferð í Kópavoginn og þeir félagar Ragnar Bragi Sveinsson og Óskar Sæberg sigruðu í öllum greinum í barna- og unglingaflokkum.

HK lagði ÍA í Kópavoginum

Nýliðar HK unnu góðan sigur á ÍA í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli HK í Kópavoginum, endaði 1-0 en það var Jón Þorgrímur Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. HK er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn eru enn stigalausir.

HK leiðir gegn ÍA í hálfleik

Jón Þorgrímur Stefánsson hefur skorað eina markið í leik HK og ÍA í Landsbankadeildinni, en flautað hefur verið til hálfleiks á Kópavogsvellinum. Markið skoraði hann undir lok hálfleiksins en fram að þeim tíma höfðu gestirnir frá Akranesi verið sterkari aðilinn. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

McLaren fagnar endurkomu Owen

Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda.

Foster verður aðalmarkvörður Man. Utd.

Nokkur götublaðanna í Englandi segja frá því í morgun að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hafi tilkynnt markverðinum Edwin van der Saar að hann muni verða varamaður fyrir Ben Foster á næstu leiktíð, en Foster snýr þá aftur til Man. Utd. úr láni hjá Watford.

Portsmouth að klófesta Distin

Harry Redknapp og félagar í Portsmouth eru við það að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Silvain Distin næstu þrjú árin, en varnarmanninum hefur verið boðinn samningur sem færir honum rúmar fimm milljónir á viku. Distin fer til Portsmouth á frjálsri sölu, en samningur hans við Manchester City er að renna út.

Robben áfram hjá Chelsea

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur fullvissað stuðningsmenn Chelsea um að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð, en hann hefur lengi verið orðaður við sölu frá félaginu. Robben segist enn fremur hafa fulla trú á að hann verði kominn aftur í sitt besta form áður en næsta tímabil hefst.

Bellamy þráir að spila úrslitaleikinn

Craig Bellamy, hinn velski framherji Liverpool, segist munu verða eyðilagður leikmaður, fari svo að hann fái ekki að taka neinn þátt í úrslitaleiknum við AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Bellamy hefur ekki verið inn í myndinni hjá stjóranum Rafa Benitez síðustu vikur.

Shevchenko vill spila í Bandaríkjunum

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur greint frá því að hann eigi þann draum heitastan að geta spilað í bandarísku atvinnumannadeildinni áður en ferill hans er á enda. Shevchenko segir mikla uppbyggingu vera að eiga sér stað þar vestra og hefur sóknarmaðurinn mikinn áhuga á að taka þátt í henni.

Malouda bestur í Frakklandi

Florent Malouda, leikmaður Lyon, hefur verið valinn besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en það eru samtök leikmanna sem standa að hinu árlega kjöri. Gerard Houllier var valinn besti þjálfarinn.

Carrick fagnar komu Hargreaves

Michael Carrick, enski miðjumaðurinn hjá Man. Utd., segist munu bjóða landa sinn Owen Hargreaves velkominn til félagsins með opnum örmum, en Hargreaves mun líklega skrifa undir samning við ensku meistaranna síðar í vikunni. Carrick óttast ekki samkeppnina sem felst í komu Hargreaves til liðsins.

Robson vill stýra Sheffield Utd.

Bryan Robson, fyrrum þjálfari Middlesbrough og WBA, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Sheffield United og er búist við því að hann verði formlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri liðsins á næstu tveimur sólarhringum.

Hvatningarræða Drogba gerði útslagið

Þótt að Didier Drogba hafi skorað markið sem réð úrslitum í bikarúrslitaleik Chelsea og Man. Utd. um helgina var það ekki síður ávarp hans til leikmanna fyrir leikinn sem hafði hvað mest áhrif á niðurstöðu leiksins, að því er fyrirliðinn John Terry heldur fram. Drogba hvatti leikmenn til að leggja sig alla fram fyrir hvorn annan.

Romario skoraði 1000. markið

Brasilíski framherjinn Romario náði loksins að skora sitt 1000. mark á ferlinum í gær þegar lið hans Vasco de Gama bar sigurorð af Recife í brasilísku úrvalsdeildinni í gær. Hinn 41 árs gamli Romario setti stefnuna á að skora 1000 mörk fyrir nokkrum árum og hefur nú loksins náð sínu æðsta markmiði.

San Antonio vann fyrsta leikinn

San Antonio vann fyrsta leikinn gegn Utah í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt, 108-100. Tim Duncan gegndi lykilhlutverki í sigri San Antonio, en fjölmiðlar vestra segja hann sjaldan eða aldrei hafa spilað betur á sínum ferli.

Barcelona hrökk í gang

Leikmenn Barcelona sýndu mátt sinn gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gjörsigraði andstæðinga sína með sex mörkum gegn engu á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. Hin tvö liðin í toppbaráttunni, Sevilla og Real Madrid, unnu einnig góða útisigra.

FH vann í Keflavík

Íslandsmeistarar FH eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir Landsbankadeildar karla í knattspyrnu en í kvöld vann liðið góðan sigur á Keflavík á útivelli, 2-1. Öll mörkin komu í síðari hálfleik en Matthías Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

Hvers virði er hestamennskan?

Ágætur vinur minn til margra ára hringdi í mig eftir vikulanga dvöl í Rússlandi, búinn að lesa allt um sigurgöngu íslenska hestsins þar í landi. Danni getur þú ekki reddað mér ógurlegum gæðing? Sagði hann við mig í síma. Þessi ágæti maður er einn af þessum nýríku strákum sem hafa hagnast ógurlega á verðbréfaviðskiptum og halda að allt sé fallt fyrir aurinn, meira að segja hvernig eigi að sitja hest.

Víkingur vann í Laugardalnum

Víkingur vann frækinn 2-0 útisigur á Fram í Landsbankadeildinni í kvöld en KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn Blikum í Frostaskjólinu. Í Keflavík eigast við heimamenn og Íslandsmeistarar FH og er staðan enn markalaus þegar nokkuð er liðið á síðari hálfleik.

KR yfir í hálfleik gegn Breiðablik

Eitt mark hefur verið skorað í fyrri hálfleik í þeim leikjum Landsbankadeildar karla sem fram fara í kvöld. Sigmundur Kristjánsson gerði það fyrir KR gegn Breiðablik en markið skoraði hann strax á 7. mínútu. Enn er markalaust er á Laugardalsvelli þar sem Framarar og Víkingar eigast við.

Hefndin drífur leikmenn Milan áfram

Ryan Giggs, leikmaður Man. Utd., segir ómögulegt að spá fyrir um hver muni standa uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ár. Giggs hallast þó frekar að sigri AC Milan gegn Liverpool, þar sem leikmenn ítalska liðsins þrái ekkert heitar en að ná fram hefndum frá því í Istanbúl fyrir tveimur árum.

Federer hlakkar til Opna franska

Tenniskappinn Roger Federer er í skýjunum með að hafa yfirstigið þá hindrun sem Rafael Nadal er fyrir hann á leirvelli, en fyrr í dag hafði Svisslendingurinn betur í úrslitaleik meistaramótsins í Hamborg. Federer kveðst ekki geta beðið eftir að hefja leik á Opna franska, þar sem leikið er á leiryfirborði, en það hefst næsta sunnudag.

Valur vann Fylki í Árbænum

Tvö mörk Valsmanna á síðasta stundarfjórðungnum tryggðu liðinu frækinn 2-1 útisigur á Fylki í Landsbankadeild karla. Það var danski leikmaðurinn Rene Carlsen sem skoraði sigurmarkið á 83. mínútu en áður hafði Halldór Hilmisson komið Fylki yfir. Annar Dani í lið Vals, Dennis Bo Mortensen, hafði áður jafnað metin.

NBA: Undanúrslitin hefjast í nótt

Úrslitin í Vesturdeild NBA-deildarinnar hefjast í kvöld þegar San Antonio fær Utah í heimsókn. Sigurvegarinn í rimmu liðanna fer í úrslit deildarinnar þar sem mótherjarnir verða annaðhvort Cleveland eða Detroit. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 en í leikjum liðanna á núverandi leiktíð skiptu þau sigrunum á milli sín.

Theódór Elmar spilaði allan leikinn

Theódór Elmar Bjarnason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, spilaði allan leikinn fyrir lið sitt Celtic í skosku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Hibernain í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem Theódór Elmar kemur við sögu hjá aðalliði Celtic í úrvalsdeildinni.

Yrði fínt að fara í vítaspyrnukeppni

Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins vilji gjarnan að úrslitaleikurinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni ráðist í vítaspyrnukeppni. Alonso segir að markvörðurinn Pepe Reina sé besti vítabani í heiminum í dag og með hann á milli stanganna geti ekki mörg lið staðist Liverpool snúning í vítaspyrnukeppni.

Grétar lék allan leikinn í sigri AZ

Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar í Hollandi hafa 2-1 forystu eftir fyrri viðureign sína við Ajax um laust sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Grétar lék allan leikinn fyrir AZ í dag en framherjinn Shota Arveladze skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

Gallas: Það vantar reynslu í Arsenal

Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal segir að liðinu skorti sárlega reynslu í leikmannahópinn til að ná betri árangri en þeim sem liðið náði á þessu tímabili. Gallas er ómyrkur í máli og segir liðið ekki hafa tekið neinum framförum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Federer lagði Nadal á leirvelli

Svisslendingurinn Roger Federer batt í dag enda á 81 leikja sigurgöngu Rafael Nadal á leirvelli í tennis þegar hann lagði Spánverjann sannfærandi af velli í úrslitaviðureign Meistaramótsins í Hamborg.

Segir Stuttgart eiga titilinn skilinn

Armin Veh, þjálfari nýkrýndra Þýskalandsmeistara Stuttgart, segir fráleitt að halda því fram að lið hans eigi titilinn ekki skilið. Leikmenn og forráðamenn Schalke létu hafa eftir sér eftir lokaumferðina í gær að lið sem væri á toppnum í þrjár vikur af 34 vikna tímabili ætti ekki skilið að standa uppi sigurvegari. Schalke var á toppi deildarinnar í 15 vikur í vetur.

Heimsmet á kynbótasýningu í Þýskalandi

Garri frá Reykjavík toppaði Stála frá Kjarri og setti þar með nýtt heimsmet, en klárinn hjá Jóa Skúla sem sýndur var nú í yfirliti á kynbótasýningu í Þýskalandi kom út með 8,77 í aðaleinkunn. Jói sagði í samtali við Hestafréttir nú rétt í þessu að munurinn á þessum stóðhestum gæti ekki hafa verið minni en það munar á þeim 0.01, en Stáli er með 8.76 í aðaleinkunn.

Mourinho: Mikel var kóngurinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að frammistaða nígeríska miðjumannsins John Obi Mikel í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea í gær hafi verið ótrúleg og að “strákurinn” hafi verið kóngurinn í leiknum. Mourinho hélt einnig áfram að tala um hvernig tímabilið hjá liði sínu hefði getað orðið án meiðslavandræða.

Sjá næstu 50 fréttir