Fleiri fréttir

Zenden meiddur – Kewell í byrjunarliðið?

Hollenski vængmaðurinn Boudewijn Zenden styðst nú við hækjur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingabúðum Liverpool í La Manga á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudag. Ólíklegt er að Zenden verði orðinn leikfær og því hafa dyrnar í byrjunarliðið opnast fyrir Harry Kewell.

Finnan fær nýjan samning hjá Liverpool

Írski varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við félagið fljótlega eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku. Finnan er einn af fimm leikmönnum sem þjálfarinn Rafael Benitez hefur boðið nýjan samning, en talið er að nokkrar breytingar verði á leikmannahóp Liverpool í sumar.

Mourinho: Áttum sigurinn skilinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að sínir menn hefðu átti sigurinn á Man. Utd. í bikarkeppninni í dag skilinn, bæði vegna þess að þeir hafi verið betri í leiknum en ekki síður vegna þess hvernig þeir hafa svarað mótlætinu sem hann telur liðið hefur lent í á tímabilinu – með því að vinna tvo titla.

Ferguson: Leikmenn voru of þreyttir

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að allur sá fjöldi leikja sem sitt lið hefur spilað í vetur hafi átt stóran þátt í tapi liðsins gegn Chelsea í úrslitaleiknum í dag. Ferguson fannst einstaka leikmenn sínir þreyttir eftir langt og strangt tímabil og að liðið hefði að þeim sökum ekki verið upp á sitt besta.

Kaka: Mikilvægasti leikurinn á ferlinum

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að leikurinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudaginn sé sá mikilvægasti hingað til á sínum ferli. Kaka var í liðinu sem beið lægri hlut gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og vill með engu móti endurupplifa þá tilfinningu.

Mótahald um helgina

Mikið er um mótahald nú um helgina og má þar nefna þrjú íþróttamót. Eitt er haldið hjá Herði í Mosfellsbæ, hjá Andvara í Garðabæ og hjá Gusturum í Kópavogi. Íþróttamót hefst síðan á morgun sunnudag hjá Geysi á Hellu.

Hestarnir alltaf vinsælastir

Stöð 2 hélt heljarinnar veislu í Húsdýragarðinum í dag og var talið að um 20.000 manns hafi lagt leið sína í garðinn. Þrátt fyrir skemmtilegar lestaferðir, hoppukastala og annað afþreyingarefni þá var röðin í hestana sú allra lengsta.

Wade á batavegi eftir tvær aðgerðir

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, er á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir í vikunni, annars vegar á öxl og hins vegar á hné. Wade segist líða vel, bæði líkamlega og andlega, og stefnir á að verða klár í slaginn þegar næsta tímabil í NBA hefst.

Van Gundy rekinn frá Houston

Jeff Van Gundy var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Houston Rockets í NBA-deildinni, en lærisveinar hans féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrr í þessum mánuði. Svo slakur árangur var með öllu óviðunandi að mati forráðamanna liðsins, en í liðinu er að finna stjörnuleikmenn á borð við Yao Ming og Tracy McGrady.

Stuttgart meistari í Þýskalandi

Stuttgart varð í dag meistari í þýsku knattspyrnunni en þá sigraði liðið Energie Cottbus, 2:1, á heimavelli í lokaumferð deildarinnar. Stuttgart nægði að fá eitt stig fyrir leikinn til að tryggja sér meistaratitilinn en eftir slæma byrjun í dag, þar sem Cottbus náði forystu eftir 19. mínútna leik, náðu heimamenn að svara með tveimur mörkum.

Chelsea enskur bikarmeistari

Markahrókurinn Didier Drogba var hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Man. Utd. þegar 4 mínútur voru eftir af úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag. Þetta er fyrsti sigur Chelsea í ensku bikarkeppninni frá því að Jose Mourinho tók við stjórn liðsins, en fyrr í vetur hafði liðið sigrað enska deildarbikarinn.

Ásgeir skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk en Logi Geirsson ekkert þegar Lemgo og Nordhorn skildu jöfn, 26-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Á sama tímam lagði Flensburg lið Magdeburg af velli, 35-28, en bæði lið eru í baráttu um þriðja sæti deildarinnar.

Framlengt hjá Chelsea og Man. Utd.

Leikmönnum Chelsea og Man. Utd. hefur ekki tekist að skora í venjulegum leiktíma í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og því þarf að framlengja leikinn. Verði ekkert mark skorað í framlengingunni munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni.

Markalaust í hálfleik á Wembley

Staðan er markalaus þegar flautað hefur verið til hálfleiks í bikarúrslitaleik Chelsea og Manchester United á Wembley í Lundúnum. Leikurinn hefur verið heldur bragðdaufur, leikmenn eru mjög varkárir í öllum sínum aðgerðum og nánast engin opin færi hafa litið dagsins ljós. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Enginn Cole í liði Chelsea

Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er hafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Athygli vekur að Wayne Bridge er tekinn fram yfir Ashley Cole í byrjunarlið Chelsea, rétt eins og enskir fjölmiðlar höfðu spáð. Annars er fátt sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna.

Vidic: Ég er enginn morðingi

Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, segist alls ekki vera neinn morðingi, en það er þó ekki svo að hann hafi raunverulega verið ásakur um slíkt athæfi. Vidic er að neita fullyrðingum sem fram koma í söng stuðningsmanna Man. Utd. um Vidic, en textinn í laginu endar á textabrotinu: "Hann mun myrða þig."

Hildebrand dreymir um tvöfaldan sigur

Timo Hildebrand, markvörður og fyrirliði Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni, býst við að spila sínar erfiðustu 90 mínútur á ferlinum gegn Energie Cottbus í lokaumferð deildarinnar í dag. Stuttgart nægir jafntefli til að tryggja sér þýska titilinn og segir Hildebrand það vera árangur sem engum hefði órað fyrir í upphafi tímabilsins.

Xavi tekur undir ummæli Eiðs Smára

Xavi, spænski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, hefur tekið undir Eiðs Smára Guðjohnsen frá því fyrr í vetur og kennir hann slöku andrúmslofti í herbúðum liðsins um fremur válegt gengi liðsins á þessari leiktíð. Xavi segir, rétt eins og Eiður Smári, að leikmenn leggi sig ekki nægilega mikið fram.

Treystir Cole ekki í slaginn gegn Ronaldo

Fjölmiðlar í Englandi greina frá því nú í hádeginu að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafi ákveðið að taka Wayne Bridge fram yfir Ashley Cole í stöðu vinstri bakvarðar, þar sem hann telji Cole ekki í nægilega góðu formi til að ráða við Cristiano Ronaldo.

San Antonio og Cleveland komin áfram

San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah í úrslitum Vesturdeildar en Cleveland tekur á móti Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar.

Sigurpáll lék vel í Lundi

Sigurpáll Geir Sveinsson, kyflingur úr Kili, spilaði lokahringinn á Gambro-mótinu í Lundi í Svíþjóð á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Lék hann hringina þrjá á 210 höggum eða pari og hafnaði í 12. sæti og fékk 73 þúsund krónur í verðlaunafé.

Alexander Petterson semur við Flensburg

Alexander Pettersson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Grosswallstadt, hefur samið við þýska stórliðið Flesburg. Þetta verður kunngört í næstu viku samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sýnar og Stöðvar 2.

Detroit í úrslit Austandeildar NBA

Detroit Pistons tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöldi. Þá fór fram sjötti leikur Detroit og Chicago Bulls. Richard Hamilton hjá Detroit með 23 stig. Leikurinn endaði 85 - 95 en hann fór fram í Chicago.

Úrslit frá Hellu

Laugardaginn 12 maí síðastliðinn voru haldnar fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri. Veður á mótsstað var gott og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Metþátttaka var í mótinu en um 150 keppendur voru mættir til leiks í meistaraflokki, baldursdeild og tvímenningsflokki. Brautarstæðið á Hellu er á margan hátt einstakt frá náttúrunnar hendi og er brautin að mestu í sandi. Það reynir því mjög á úthald keppenda þar sem akstur í sandi er erfiður og mátti sjá marga uppgefna keppendur að keppni lokinni. Brautin var frekar þröng og tæknileg á köflum.

Fjögurra marka tap gegn Englendingum

Íslenska landsliðið tapaði í gær fyrir Englandi í æfingaleik sem fór fram á Roots Hall, heimavelli Southend. Leiknum lauk með 4-0 sigri Englendinga en tvö mörk voru skoruð í báðum hálfleikjum.

40 þúsund NFL-miðar seldust á 90 mínútum

Áhugamenn um NFL deildina voru ekki lengi að taka við sér þegar miðasala hófst á fyrsta ameríska ruðningsleikinn sem haldinn verður í London næsta haust. 40,000 miðar seldust á 90 mínútum eftir að miðasalan opnaði í gær, en aðeins var hægt að verða við óskum lítils hluta þeirra 500,000 áhugamanna sem óskuðu eftir miða.

Mourinho: Látið börnin mín í friði

Jose Mourinho þjálfari Chelsea sendi blaðamönnum breska götublaðsins The Sun tóninn á blaðamannafundi í gær en þar var hann mættur til að ræða um bikarúrslitaleik Chelsea og Man Utd sem fram fer á laugardaginn.

Chicago - Detroit í beinni á miðnætti

Sjötti leikur Chicago Bulls og Detroit Pistons í undanúrslitum Austurdeildar í NBA verður sýndur beint á NBA sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld. Detroit komst í 3-0 í einvíginu en Chicago getur jafnað metin í 3-3 með sigri á heimavelli í kvöld. Annað kvöld verður svo NBA sannkölluð NBA veisla í sjónvarpinu.

Roma vann ítalska bikarinn

Roma varð í dag ítalskur bikarmeistari eftir 2-1 tap gegn Inter Milan í síðari úrslitaleik liðanna í Mílanó. Roma vann 5-2 stórsigur í fyrri leiknum og vann því samanlagt 8-3. Inter komst í 2-0 á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með mörkum frá Cruz og Crespo, en Ivan Cordoba var vikið af leikvelli á 71. mínútu og eftir það minnkaði Simone Perrotta muninn fyrir Roma og tryggði liðinu bikarinn.

Aulas tekur við af Dein hjá G-14

Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður franska knattspyrnufélagsins Lyon, var í gær ráðinn forseti G-14 í stað David Dein sem lét af störfum hjá Arsenal á dögunum. G-14 eru hagsmunasamtök 18 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu og á fundi samtakanna í Glasgow í gær var ákveðið að Aulas tæki við forsetaembættinu. Lyon var tekið inn í G-14 árið 2002 líkt og Arsenal þegar fjórum félögum við hin upprunalegu 14 var hleypt inn í samtökin.

Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina

Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin.

Kaka og Ronaldinho verða með gegn Englendingum

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið bæði Kaka og Ronaldinho í hópinn sem mætir Englendingum í fyrsta alvöru landsleiknum sem spilaður verður á nýja Wembley leikvangnum í Lundúnum þann 1. júní. Þeir félagar hafa þó ákveðið að gefa ekki kost á sér í Suður-Ameríkukeppnina í sumar vegna álags undanfarna mánuði. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Brassa sem mætir Englendingum.

Ranieri neitar viðræðum við Manchester City

Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við.

Drogba fékk gullskóinn

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið afhentur gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni en það eru verðlaunin sem veitt eru makahæsta leikmanni deildarinnar ár hvert. Drogba skoraði 20 mörk í deildinni, Benni McCarthy hjá Blackburn varð annar með 18 og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United setti 17 mörk. Drogba er fyrsti Chelsea maðurinn til að fá verðlaunin síðan Jimmy Floyd Hasselbaink fékk þau árið 2001, en Thierry Henry hafði fengið þau þrjú síðustu ár.

Gonzalez íhugar að fara frá Liverpool

Mark Gonzalez hjá Liverpool segist vera að íhuga að fara frá félaginu í sumar og til greina komi að fara annað sem lánsmaður eða á beinni sölu. "Ég er með þriggja ára samning en maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði hinn 22 ára gamli Chilemaður.

Jewell hefði haldið áfram ef Wigan hefði fallið

Knattspyrnustjórinn Paul Jewell sem sagði starfi sínu lausu hjá Wigan í vikunni, sagði í dag að hann hefði haldið áfram að stýra liðinu ef það hefði fallið úr úrvalsdeildinni. "Ég hefði aldre stokkið frá sökkvandi skipi. Ég elska félagið," sagði Jewell í samtali við staðarblöðin.

Barton snýst til varnar

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur neitað öllum ásöknum um að hafa ráðist á félaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði félagsins á dögunum og hefur nú sent lögreglu í Manchester greinargerð þar sem fram kemur að það hafi verið Dabo sem átti upptökin af slagsmálum þeirra. Leikmenn liðsins verða væntanlega kallaðir til og munu bera vitni í málinu.

Hitzfelt ætlar að hætta á næsta ári

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur gefið það út að hann ætli að hætta að eftir næsta keppnistímabil. Hitzfeld tók við liðinu eftir að Felix Magath var rekinn í febrúar en hann vill að yngri maður taki við starfi sínu eftir það.

Naumur sigur hjá San Antonio

San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey.

Lorenzo og íslenski hesturinn

Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum.

Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi

Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48.

Úrslit fyrstu skeiðleika 2007

Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins.

Sevilla Evrópumeistari félagsliða annað árið í röð

Sevilla vann í kvöld sigur í Evrópukeppni félagsliða annað árið í röð þegar liðið lagði landa sína í Espanyol 3-1 í vítakeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Í myndbandinu með fréttinni má sjá dramatíkina í vítakeppninni.

Cleveland getur klárað dæmið í kvöld

Cleveland Cavaliers getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með sigri á New Jersey Nets í fimmta leik liðanna sem sýndur verður beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Síðar í nótt eigast við Phoenix og San Antonio þar sem staðan er jöfn 2-2 og þrír leikmenn taka út leikbann.

Sjá næstu 50 fréttir