Handbolti

Alexander Petterson semur við Flensburg

Alexander Pettersson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Grosswallstadt, hefur samið við þýska stórliðið Flesburg. Þetta verður kunngört í næstu viku samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sýnar og Stöðvar 2. Þjálfari Grosswallstadt ku afar óhress með niðurstöðuna en Flensburg þurfti að borga samninginn við Grosswallstadt upp og gott betur.

Flensburg er sem stendur í þriðja sæti í þýsku úrvalsdeilinni og tapaði nýverið í úrslitum meistaradeildarinnar fyrir Kiel. Anders Dahl Nielsen, sem tekur við framkvæmdastjórn hjá félaginu í sumar, hefur alltaf verið hrifinn af íslenskum leikmönnum og hann sagði við fréttamenn Stöðvar 2 á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi í upphafi árs að hann myndi ekki hika við að kaupa íslenska leikmenn til félagsins.

Alexander hefur í tvö ár leikið með Grosswallstadt. Hann var þar áður á mála hjá Düsseldorf en þangað kom hann frá Gróttu á Seltjarnarnesi. Honum er ætlað að taka við af danska landsliðsmanninum Sören Stryger sem átt hefur við meiðsl að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×