Fleiri fréttir Ronaldinho verður ekki með í Ameríkukeppninni Vonir Brasilíumanna um að verja titil sinn í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, hafa nú dvínað nokkuð eftir að snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona tilkynnti að hann væri of þreyttur til að taka þátt í keppninni. Ronaldinho hefur staðið í ströngu með Barcelona og landsliðinu á öllum vígstöðvum undanfarna mánuði, en landi hans Kaka hjá AC Milan bað fyrir stuttu um að fá draga sig út úr hópnum af sömu ástæðum. 16.5.2007 18:45 Eiður Smári: Ekki tímabært að ræða framtíðina Eiður Smári Guðjohnsen segist vera bjartsýnn á að Barcelona geti varið titil sinn í spænsku deildinni og segir liðið eiga allt að vinna á lokasprettinum. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá félaginu. 16.5.2007 17:14 Kahn: Leikmenn skorti hungur Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins hafi skort hungur í vetur og segir það ástæðu þess að liðið á ekki möguleika á að enda ofar en í fjórða sæti deildarinnar. 16.5.2007 17:04 Þjálfari Sevilla lofar góðum leik í kvöld Juande Ramos, þjálfari spænska liðsins Sevilla, hefur lofað frábærum leik í kvöld þegar hans menn mæta löndum sínum í Espanyol í úrslitaleik UEFA bikarsins á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18. 16.5.2007 16:17 Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49 Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42 Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40 Jose Mourinho handtekinn Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var handtekinn af lögreglu vegna deilu um hundinn hans. Hann slapp með áminningu en deildi hart við lögreglumenn sem vildu meina að hann hefði ekki leyfi fyrir hundinum sínum. Mourinho hélt því fram að hann væri keyptur af virtum ræktanda á Englandi en málið er nú úr sögunni. 16.5.2007 14:36 Stóri-Sam tekur til í herbúðum Newcastle Sam Allardyce var ekki lengi að byrja að taka til í herbúðum Newcastle eftir að hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu og í dag lét hann fimm leikmenn taka pokann sinn. Varnarmaðurinn Titus Bramble og Craig Moore fá þannig ekki endurnýjaða samninga og sömu sögu er að segja af Pavel Srinicek, Oliver Bernard og Oguchi Onyewu. 16.5.2007 14:33 Reading kaupir Cisse Enska úrvalsdeildarfélagið Reading hefur gengið frá kaupum á hinum 22 ára gamla miðjumanni Kalifa Cisse frá Boavista í Portúgal. Cisse er franskur og kostaði eina milljón punda. 16.5.2007 14:31 Coppell stjóri ársins Steve Coppell hjá Reading var í dag kjörinn knattspyrnustjóri ársins af kollegum sínum annað árið í röð eftir að hann stýrði nýliðum Reading í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar. Hann fékk þessi verðlaun einnig í fyrra þegar hann stýrði Reading upp í úrvalsdeild. Roy Keane fékk verðlaunin í Championship deildinni. 16.5.2007 14:28 Barton handtekinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var handtekinn í dag vegna árásar hans á félaga hans Ousmane Dabo á æfingasvæði liðsins þann 1. maí. Barton var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu, en hann verður í gæsluvarðhaldi til 11. júlí. 16.5.2007 14:25 Utah í úrslit Vesturdeildar Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92. 16.5.2007 14:03 Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor. 16.5.2007 11:40 Íslenska landsliðið upp um eitt sæti á lista FiFA Íslenska landsliðsið í knattspyrnu er í 96. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið fer upp um eitt sæti frá því í síðasta mánuði. 16.5.2007 10:16 Warnock hættur Neil Warnock, framkvæmdastjóri Sheffield United, er hættur hjá félaginu. Frá þessu var sagt í morgun. Félagið féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Wigan, 1 - 2. Félagið mun halda fréttamannafund klukkan tíu vegna málsins. Warnock hafði verið við stjórn hjá félaginu frá árinu 1999. 16.5.2007 09:56 Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. 16.5.2007 07:00 NBA: Þrír leikmenn í bann Handalögmál leikmanna Phoenix og San Antonio í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir liðin. Robert Horry, leikmaður San Antonio var í kvöld dæmdur í tveggja leikja bann og þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw hjá Phoenix í eins leiks bann. 15.5.2007 23:41 Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. 15.5.2007 23:28 Allardyce: Vill ekki missa framherja sína Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur. 15.5.2007 22:15 Ronaldo hafði áhyggjur af hárinu Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hafi látið bíða eftir sér á bikarafhendingunni hjá Manchester United um helgina því hann hafi þurft að laga hárgreiðsluna sérstaklega áður en hann gekk inn á völlinn til að taka við bikarnum. 15.5.2007 21:45 Framtíð Warnock óráðin Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í herbúðum Sheffield United og þar mun væntanlega koma í ljós hvernig verður með framtíð knattspyrnustjórans Neil Warnock. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á lokadeginum um helgina eftir að hafa verið í ágætri stöðu á lokasprettinum. 15.5.2007 20:30 Jewell lofar að fara ekki til Manchester City Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný. 15.5.2007 19:25 Davis og Richardson mega spila í kvöld Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt. 15.5.2007 19:14 Nowitzki tók við verðlaunum sínum í dag Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas var í dag formlega sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar í NBA, en fréttir þess efnis höfðu löngu lekið í fjölmiðla. Nowitzki er fyrsti Evrópubúinn sem hlýtur þennan heiður, en verður leikmanninum líklega lítil huggun eftir að lið hans var niðurlægt í úrslitakeppninni á dögunum. 15.5.2007 18:31 Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða. 15.5.2007 18:08 Neville missir af úrslitaleiknum Manchester United verður án fyrirliða síns Gary Neville í úrslitaleiknum í enska bikarnum á laugardaginn vegna ökklameiðsla hans. Þetta staðfesti félagið í dag. Þegar hefur verið staðfest að Chelsea verður án Ricardo Carvalho, Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Leikurinn um helgina verður sýndur beint á Sýn. 15.5.2007 16:38 Eboue framlengir við Arsenal Bakvörðurinn Emmanuel Eboue hefur framlengt samning sinn við Arsenal. Hann er 23 ára gamall og spilaði 34 leiki fyrir liðið á leiktíðinni. Eboue kom til Arsenal frá Beveren í janúar árið 2005 en enn hefur ekkert verið gefið upp um lengd samningsins sem hann undirritaði í dag. 15.5.2007 15:29 Platini vill fjölga dómurum Michel Platini, nýkjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, vill fjölga dómurum á knattspyrnuleikjum úr þremur í fimm. Auk aðaldómara og tveggja aðstoðardómara, vill Platini planta tveimur dómurum aftan við mörkin til að aðstoða við vafaatriði sem hann segir allt of mörg í leiknum í dag. 15.5.2007 14:13 Xavier til LA Galaxy Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur gengið frá 18 mánaða samningi við bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy. Xavier var með lausa samninga hjá Middlesbrough á Englandi en verður nú félagi David Beckham í Los Angeles. Xavier er 34 ára gamall og lauk fyrir stuttu árslöngu keppnisbanni vegna steranotkunar. 15.5.2007 13:44 Þriðjudagsslúðrið á Englandi Breska blaðið The Sun segir að argentínski framherjinn Carlos Tevez muni fara frá West Ham til Real Madrid í sumar fyrir 30 milljónir punda og segir að Lundúnafélagið muni ekki fá eina krónu af kaupvirðinu. Þá segir Daily Express að framtíð leikmannsins muni ráðast í næstu viku. 15.5.2007 13:29 Hamilton mun setja nýja staðla Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina. 15.5.2007 13:20 Gerrard tilbúinn að skrifa undir Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir viðræður um nýjan samning við félagið vera komnar langt á veg og segist muni skrifa undir um leið og pappírarnir komi á borðið. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en mun væntanlega skrifa undir nýjan fjögurra ára samning fljótlega. Talið er að hann muni fá allt að 120,000 pund í vikulaun. 15.5.2007 13:14 Pearce: Ég var aðeins afleysingastjóri Stuart Pearce, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki sjá eftir neinu í stjórnartíð sinni hjá félaginu, en segist þó hafa á tilfinningunni að hann hafi ekki verið annað en afleysingastjóri vegna þess hve lítið fé honum var veitt til að kaupa leikmenn. 15.5.2007 12:34 FIFA ætlar að rannsaka mál West Ham Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að það muni rannsaka hvort draga hefði átt stig af enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í vor vegna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. 15.5.2007 12:29 Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. 15.5.2007 11:56 Allardyce ráðinn stjóri Newcastle Sam Allardyce hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Newcastle. Liðið skýrði frá þessu nú í morgun. Hann var ráðinn á þriggja ára samning. Allardyce var lengi vel framkvæmdastjóri Bolton. Hann fyllir nú skarðið sem Glenn Roeder skildi eftir sig en hann hætti sem framkvæmdastjóri Newcastle eftir slakan árangur liðsins í vetur en það endaði í 13. sæti ensku deildarinnar. 15.5.2007 09:59 Eiður Smári sagður á óskalista Curbishleys Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem eru á óskalista Alans Curbishleys, knattspyrnustjóra West Ham, fyrir næstu leiktíð. 15.5.2007 09:25 Verð áfram í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur samið við Keflavík til eins árs en hann skoðaði það einnig vandlega að ganga til liðs við Snæfell. „Ætli Keflavíkurhjartað hafi ekki slegið hraðar en Snæfellshjartað að þessu sinni,“ sagði Magnús við Fréttablaðið. 15.5.2007 00:01 Þjálfari KR ósáttur við tapið gegn Keflavík Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ósáttur við tap sinna manna gegn Keflavík fyrr í kvöld. Liðin áttust við á heimavelli KR í lokaleik fyrstu umferðar Landbankadeildar karla og lauk leiknum með sigri Keflavíkur, 1-2. 14.5.2007 22:57 Keflavík sigraði KR, 1-2 Keflavík bar sigurorð af KR í lokaleik fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Lokastaðan var 1-2 Keflavík í vil. Þrátt fyrir að KR-ingar hafi átt nokkrar góðar atlögur að marki Keflvíkinga voru Keflvíkingarnir ívið sterkari megnið af leiknum og áttu sigurinn verðskuldaðan. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á heimavelli KR í Frostaskjóli. 14.5.2007 20:48 Everton losar sig við Wright og Pistone Úrvalsdeildarliðið enska Everton hefur losað sig við tvo leikmenn sína. Þá Richard Wright, markvörð, og varnarmanninn Alessandro Pistone. 14.5.2007 20:18 Federer keppir þjálfaralaus Tenniskappinn Roger Federer mætir til leiks á opna franska mótið og Wimbleton mótið þjálfaralaus. Hann er kærir sig ekki um að skarð fyrrum þjálfara síns, Tony Roche, verði fyllt í bráð. 14.5.2007 19:46 Sam Allardyce líklega næsti stjóri Newcastle Margt bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Umræður eru yfirstandandi milli Allardyce og stjórnar Newcastle og boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun þar sem skýrt verður frá stöðu mála. 14.5.2007 17:23 Sjá næstu 50 fréttir
Ronaldinho verður ekki með í Ameríkukeppninni Vonir Brasilíumanna um að verja titil sinn í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, hafa nú dvínað nokkuð eftir að snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona tilkynnti að hann væri of þreyttur til að taka þátt í keppninni. Ronaldinho hefur staðið í ströngu með Barcelona og landsliðinu á öllum vígstöðvum undanfarna mánuði, en landi hans Kaka hjá AC Milan bað fyrir stuttu um að fá draga sig út úr hópnum af sömu ástæðum. 16.5.2007 18:45
Eiður Smári: Ekki tímabært að ræða framtíðina Eiður Smári Guðjohnsen segist vera bjartsýnn á að Barcelona geti varið titil sinn í spænsku deildinni og segir liðið eiga allt að vinna á lokasprettinum. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá félaginu. 16.5.2007 17:14
Kahn: Leikmenn skorti hungur Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins hafi skort hungur í vetur og segir það ástæðu þess að liðið á ekki möguleika á að enda ofar en í fjórða sæti deildarinnar. 16.5.2007 17:04
Þjálfari Sevilla lofar góðum leik í kvöld Juande Ramos, þjálfari spænska liðsins Sevilla, hefur lofað frábærum leik í kvöld þegar hans menn mæta löndum sínum í Espanyol í úrslitaleik UEFA bikarsins á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18. 16.5.2007 16:17
Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49
Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42
Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40
Jose Mourinho handtekinn Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var handtekinn af lögreglu vegna deilu um hundinn hans. Hann slapp með áminningu en deildi hart við lögreglumenn sem vildu meina að hann hefði ekki leyfi fyrir hundinum sínum. Mourinho hélt því fram að hann væri keyptur af virtum ræktanda á Englandi en málið er nú úr sögunni. 16.5.2007 14:36
Stóri-Sam tekur til í herbúðum Newcastle Sam Allardyce var ekki lengi að byrja að taka til í herbúðum Newcastle eftir að hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu og í dag lét hann fimm leikmenn taka pokann sinn. Varnarmaðurinn Titus Bramble og Craig Moore fá þannig ekki endurnýjaða samninga og sömu sögu er að segja af Pavel Srinicek, Oliver Bernard og Oguchi Onyewu. 16.5.2007 14:33
Reading kaupir Cisse Enska úrvalsdeildarfélagið Reading hefur gengið frá kaupum á hinum 22 ára gamla miðjumanni Kalifa Cisse frá Boavista í Portúgal. Cisse er franskur og kostaði eina milljón punda. 16.5.2007 14:31
Coppell stjóri ársins Steve Coppell hjá Reading var í dag kjörinn knattspyrnustjóri ársins af kollegum sínum annað árið í röð eftir að hann stýrði nýliðum Reading í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar. Hann fékk þessi verðlaun einnig í fyrra þegar hann stýrði Reading upp í úrvalsdeild. Roy Keane fékk verðlaunin í Championship deildinni. 16.5.2007 14:28
Barton handtekinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var handtekinn í dag vegna árásar hans á félaga hans Ousmane Dabo á æfingasvæði liðsins þann 1. maí. Barton var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu, en hann verður í gæsluvarðhaldi til 11. júlí. 16.5.2007 14:25
Utah í úrslit Vesturdeildar Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92. 16.5.2007 14:03
Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor. 16.5.2007 11:40
Íslenska landsliðið upp um eitt sæti á lista FiFA Íslenska landsliðsið í knattspyrnu er í 96. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið fer upp um eitt sæti frá því í síðasta mánuði. 16.5.2007 10:16
Warnock hættur Neil Warnock, framkvæmdastjóri Sheffield United, er hættur hjá félaginu. Frá þessu var sagt í morgun. Félagið féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Wigan, 1 - 2. Félagið mun halda fréttamannafund klukkan tíu vegna málsins. Warnock hafði verið við stjórn hjá félaginu frá árinu 1999. 16.5.2007 09:56
Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. 16.5.2007 07:00
NBA: Þrír leikmenn í bann Handalögmál leikmanna Phoenix og San Antonio í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir liðin. Robert Horry, leikmaður San Antonio var í kvöld dæmdur í tveggja leikja bann og þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw hjá Phoenix í eins leiks bann. 15.5.2007 23:41
Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. 15.5.2007 23:28
Allardyce: Vill ekki missa framherja sína Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur. 15.5.2007 22:15
Ronaldo hafði áhyggjur af hárinu Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hafi látið bíða eftir sér á bikarafhendingunni hjá Manchester United um helgina því hann hafi þurft að laga hárgreiðsluna sérstaklega áður en hann gekk inn á völlinn til að taka við bikarnum. 15.5.2007 21:45
Framtíð Warnock óráðin Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í herbúðum Sheffield United og þar mun væntanlega koma í ljós hvernig verður með framtíð knattspyrnustjórans Neil Warnock. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á lokadeginum um helgina eftir að hafa verið í ágætri stöðu á lokasprettinum. 15.5.2007 20:30
Jewell lofar að fara ekki til Manchester City Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný. 15.5.2007 19:25
Davis og Richardson mega spila í kvöld Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt. 15.5.2007 19:14
Nowitzki tók við verðlaunum sínum í dag Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas var í dag formlega sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar í NBA, en fréttir þess efnis höfðu löngu lekið í fjölmiðla. Nowitzki er fyrsti Evrópubúinn sem hlýtur þennan heiður, en verður leikmanninum líklega lítil huggun eftir að lið hans var niðurlægt í úrslitakeppninni á dögunum. 15.5.2007 18:31
Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða. 15.5.2007 18:08
Neville missir af úrslitaleiknum Manchester United verður án fyrirliða síns Gary Neville í úrslitaleiknum í enska bikarnum á laugardaginn vegna ökklameiðsla hans. Þetta staðfesti félagið í dag. Þegar hefur verið staðfest að Chelsea verður án Ricardo Carvalho, Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Leikurinn um helgina verður sýndur beint á Sýn. 15.5.2007 16:38
Eboue framlengir við Arsenal Bakvörðurinn Emmanuel Eboue hefur framlengt samning sinn við Arsenal. Hann er 23 ára gamall og spilaði 34 leiki fyrir liðið á leiktíðinni. Eboue kom til Arsenal frá Beveren í janúar árið 2005 en enn hefur ekkert verið gefið upp um lengd samningsins sem hann undirritaði í dag. 15.5.2007 15:29
Platini vill fjölga dómurum Michel Platini, nýkjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, vill fjölga dómurum á knattspyrnuleikjum úr þremur í fimm. Auk aðaldómara og tveggja aðstoðardómara, vill Platini planta tveimur dómurum aftan við mörkin til að aðstoða við vafaatriði sem hann segir allt of mörg í leiknum í dag. 15.5.2007 14:13
Xavier til LA Galaxy Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur gengið frá 18 mánaða samningi við bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy. Xavier var með lausa samninga hjá Middlesbrough á Englandi en verður nú félagi David Beckham í Los Angeles. Xavier er 34 ára gamall og lauk fyrir stuttu árslöngu keppnisbanni vegna steranotkunar. 15.5.2007 13:44
Þriðjudagsslúðrið á Englandi Breska blaðið The Sun segir að argentínski framherjinn Carlos Tevez muni fara frá West Ham til Real Madrid í sumar fyrir 30 milljónir punda og segir að Lundúnafélagið muni ekki fá eina krónu af kaupvirðinu. Þá segir Daily Express að framtíð leikmannsins muni ráðast í næstu viku. 15.5.2007 13:29
Hamilton mun setja nýja staðla Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina. 15.5.2007 13:20
Gerrard tilbúinn að skrifa undir Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir viðræður um nýjan samning við félagið vera komnar langt á veg og segist muni skrifa undir um leið og pappírarnir komi á borðið. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en mun væntanlega skrifa undir nýjan fjögurra ára samning fljótlega. Talið er að hann muni fá allt að 120,000 pund í vikulaun. 15.5.2007 13:14
Pearce: Ég var aðeins afleysingastjóri Stuart Pearce, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki sjá eftir neinu í stjórnartíð sinni hjá félaginu, en segist þó hafa á tilfinningunni að hann hafi ekki verið annað en afleysingastjóri vegna þess hve lítið fé honum var veitt til að kaupa leikmenn. 15.5.2007 12:34
FIFA ætlar að rannsaka mál West Ham Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að það muni rannsaka hvort draga hefði átt stig af enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í vor vegna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. 15.5.2007 12:29
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. 15.5.2007 11:56
Allardyce ráðinn stjóri Newcastle Sam Allardyce hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Newcastle. Liðið skýrði frá þessu nú í morgun. Hann var ráðinn á þriggja ára samning. Allardyce var lengi vel framkvæmdastjóri Bolton. Hann fyllir nú skarðið sem Glenn Roeder skildi eftir sig en hann hætti sem framkvæmdastjóri Newcastle eftir slakan árangur liðsins í vetur en það endaði í 13. sæti ensku deildarinnar. 15.5.2007 09:59
Eiður Smári sagður á óskalista Curbishleys Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem eru á óskalista Alans Curbishleys, knattspyrnustjóra West Ham, fyrir næstu leiktíð. 15.5.2007 09:25
Verð áfram í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur samið við Keflavík til eins árs en hann skoðaði það einnig vandlega að ganga til liðs við Snæfell. „Ætli Keflavíkurhjartað hafi ekki slegið hraðar en Snæfellshjartað að þessu sinni,“ sagði Magnús við Fréttablaðið. 15.5.2007 00:01
Þjálfari KR ósáttur við tapið gegn Keflavík Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ósáttur við tap sinna manna gegn Keflavík fyrr í kvöld. Liðin áttust við á heimavelli KR í lokaleik fyrstu umferðar Landbankadeildar karla og lauk leiknum með sigri Keflavíkur, 1-2. 14.5.2007 22:57
Keflavík sigraði KR, 1-2 Keflavík bar sigurorð af KR í lokaleik fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Lokastaðan var 1-2 Keflavík í vil. Þrátt fyrir að KR-ingar hafi átt nokkrar góðar atlögur að marki Keflvíkinga voru Keflvíkingarnir ívið sterkari megnið af leiknum og áttu sigurinn verðskuldaðan. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á heimavelli KR í Frostaskjóli. 14.5.2007 20:48
Everton losar sig við Wright og Pistone Úrvalsdeildarliðið enska Everton hefur losað sig við tvo leikmenn sína. Þá Richard Wright, markvörð, og varnarmanninn Alessandro Pistone. 14.5.2007 20:18
Federer keppir þjálfaralaus Tenniskappinn Roger Federer mætir til leiks á opna franska mótið og Wimbleton mótið þjálfaralaus. Hann er kærir sig ekki um að skarð fyrrum þjálfara síns, Tony Roche, verði fyllt í bráð. 14.5.2007 19:46
Sam Allardyce líklega næsti stjóri Newcastle Margt bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Umræður eru yfirstandandi milli Allardyce og stjórnar Newcastle og boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun þar sem skýrt verður frá stöðu mála. 14.5.2007 17:23